Ferrari vill Schumacher í bíl 2010 13. ágúst 2009 09:32 Luca Montezemolo hefur mikið dálæti á Michael Schumacher og var verulega svekktur að hann gat ekki keppt í næsta Formúlu 1 móti. Þó Michael Schumacher hafi ákveðið að keppa ekki i Valencia á Spáni um aðra helgi, þá er enn ekki ljóst hvort hann tekur þátt í öðrum mótum á árinu með Ferrari. Luca Badoer mun keyra bíl Massa í Valencia, en framhaldið er ekki ljóst. Keppt er á Spa helgina eftir, en Schumacher sagði sjálfur að hann þyrfti fyrst að sætta sig við að geta ekki keppt í Valencia, en allt annað er óráðið. Eftir æfingar á 2007 Ferrari var ljóst að hann var ekki búinn að ná sér af hálsmeiðslum frá í febrúar. Luca Montezemolo forseti Ferrari sagði að hann vildi ólmur fá Schumacher um borð í bíl Ferrari, ef ekki á þessu ári, þá því næsta. Felipe Massa og Kimi Raikkönen eru báðir með samning við Ferrari 2010, en Montezemolo sagðist róa að því öllum árum að Ferrari fengi þriðja bílinn til keppni á næsta ári. Það væri vilji hans og fleiri stærri liða að hafa þrjá bíla, ef FIA leyfir slíkt. Líkurnar eru trúlega ekki miklar að úr því rætist, en þessi hugmynd hefur oft komið upp. Þrjú ný lið verða í keppni á næsta ári og jafnvel það fjórða í ljósi þess að BMW hættir keppni í lok ársins. "Ég held það væri meira spennandi að fá þriðja bílinn frá stóru liði, frekar en nýtt lið í stað BMW, sem er hvorki fugl né fiskur", sagði Montezemolo og vill þá meina að Schumacher gæti keyrt þriðja bíl Ferrari. Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þó Michael Schumacher hafi ákveðið að keppa ekki i Valencia á Spáni um aðra helgi, þá er enn ekki ljóst hvort hann tekur þátt í öðrum mótum á árinu með Ferrari. Luca Badoer mun keyra bíl Massa í Valencia, en framhaldið er ekki ljóst. Keppt er á Spa helgina eftir, en Schumacher sagði sjálfur að hann þyrfti fyrst að sætta sig við að geta ekki keppt í Valencia, en allt annað er óráðið. Eftir æfingar á 2007 Ferrari var ljóst að hann var ekki búinn að ná sér af hálsmeiðslum frá í febrúar. Luca Montezemolo forseti Ferrari sagði að hann vildi ólmur fá Schumacher um borð í bíl Ferrari, ef ekki á þessu ári, þá því næsta. Felipe Massa og Kimi Raikkönen eru báðir með samning við Ferrari 2010, en Montezemolo sagðist róa að því öllum árum að Ferrari fengi þriðja bílinn til keppni á næsta ári. Það væri vilji hans og fleiri stærri liða að hafa þrjá bíla, ef FIA leyfir slíkt. Líkurnar eru trúlega ekki miklar að úr því rætist, en þessi hugmynd hefur oft komið upp. Þrjú ný lið verða í keppni á næsta ári og jafnvel það fjórða í ljósi þess að BMW hættir keppni í lok ársins. "Ég held það væri meira spennandi að fá þriðja bílinn frá stóru liði, frekar en nýtt lið í stað BMW, sem er hvorki fugl né fiskur", sagði Montezemolo og vill þá meina að Schumacher gæti keyrt þriðja bíl Ferrari.
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira