Formúla 1

Sutil óvænt fljótastur í Valencia

Adiran Sutil á Force India náði besta tíma á æfingu í Valenceia í morgun en Fernando Alonso varð fimmtándi.
Adiran Sutil á Force India náði besta tíma á æfingu í Valenceia í morgun en Fernando Alonso varð fimmtándi.

Þýski ökumaðurinn Adrian Sutil á Force India náði besta tíma á lokaæfingu Formúlu 1 ökumanna í Valencia í morgun. Félagi hans Giancarlo Fisichella varð sjötti og árangur liðsins indverska er því engin tilviljun.

Sutil hefur verið sprettharður í götukappakstri og finnur sig líka vel á götum Mónakó. Kazuki Nakajima á Williams varð annar á eftir Sutil og hans liðsfélagi, Nico Rosberg varð fimmti. Minni liðin virðast því í góðum málum á brautinni ef marka má æfingatímanna.

Forystumaður stigamótsins, Jenson Button hjá Brawn var með sjöunda besta tíma, en nýliði Ferrari, Luca Badoer varð með tuttugasta besta tíma og þremur sekúndum eftir Sutil.

Vélin sprakk hjá Sebastian Vettel undir lok æfingarinnar og tafði það framkvæmd hennar, en undir lokin náðu ökumenn sínum bestu tímum, en margir kusu að aka ekki lokasprettinn vegna kalks á brautinni.

Sjá brautarlýsingu frá Valencia og tímanna






Fleiri fréttir

Sjá meira


×