Að svíkja út atvinnuleysisbætur Margrét Kristmannsdóttir skrifar 12. október 2009 06:00 Mörg íslensk heimili standa frammi fyrir hörmungarástandi sem ekki hefur knúið dyra í áraraðir - atvinnuleysinu. Samkvæmt opinberum tölum eru hátt í 15.000 Íslendingar án atvinnu og telst atvinnuleysi nú á haustmánuðum tæp 8%. Á bak við flesta þessa 15.000 einstaklinga eru fjölskyldur - makar og börn - og kemur því atvinnuleysið beint og óbeint við tugi þúsunda Íslendinga. Undanfarin ár hefur atvinnuleysi verið nær óþekkt hér á landi og launþegum jafnframt staðið til boða að vinna langan vinnudag og þannig gefist tækifæri á að drýgja launaumslagið til muna. Fyrir marga er því tekjuskerðingin veruleg. Auk fjárhagslegra áhyggna reynir ekki síður á andlegt þrek þeirra sem vilja vinna og leita linnulítið að vinnu en án árangurs. Það þarf sterka einstaklinga til að láta ekki höfnunina brjóta sig niður. Þetta skynja stéttarfélög og samtök eins og „Nýttu kraftinn" sem leggja ofuráherslu á að halda fólki sem er á atvinnuleysisskrá virku með ýmsum hætti. Fyrir langflesta eru það þung spor að sækja atvinnuleysisbætur og því er það algjör svívirða að vita til þess að margir víli ekki fyrir sér að misnota þessar bætur. Að einstaklingar geti unnið daglega fyrir svörtum tekjum en láti ekki þar við sitja, heldur sæki jafnframt um atvinnuleysisbætur. Þessir einstaklingar greiða ekki svo mikið sem skatt til samfélagsins af eigin tekjum heldur þiggja að auki bætur af sama samfélagi sem atvinnulausir væru. Skömm þessara einstaklinga er margföld. Það hefur oft verið sagt að Íslendingum þyki sjálfsagt að svíkja út úr kerfinu og er áætlað að árlega hlaupi skattsvik á tugum milljarða. Þetta svokallaða kerfi sem mörgum finnst svo eðlilegt að svíkja er hins vegar borið uppi af skattgreiðendum - fólkinu í landinu. Þegar verið er að svíkja út úr kerfinu er því einfaldlega verið að stela af náunganum, verið að stela frá þeim sem borga sitt. Við þær aðstæður sem nú ríkja er þetta kerfi síðan vart aflögufært, á nógu erfitt með að standa undir brýnustu verkefnum. Það getur því enginn réttlætt skattsvik fyrir sjálfum sér og horft á skattsvik með gleraugum Hróa Hattar - að verið sé að stela frá þeim ríku til að gefa fátækum - heldur er nær að verið sé að sparka í liggjandi mann. Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóri hafa gripið til ýmissa aðgerða til að draga úr svikum úr Atvinnuleysistryggingarsjóði og orðið nokkuð ágengt. En bæði atvinnulífið og heimilin vita að svört atvinnustarfsemi og svört vinna er stunduð í miklum mæli þannig að hagsmunaaðilar atvinnulífsins og launþega verða að koma með virkari hætti að þeim aðgerðum. En fyrst og fremst þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting - bæði hjá atvinnulífinu sjálfu svo og heimilum sem kaupa svarta vinnu. Heiðarleg atvinnufyrirtæki sem gefa upp allar tekjur og öll gjöld og greiða skatta samkvæmt því geta aldrei keppt við fyrirtæki sem komast undan eðlilegum skattgreiðslum. Það sama á við um heimilin - það er í hæsta móta óeðlilegt að taka þátt í að aðstoða einstaklinga við að komast undan því að bera sinn hluta af sameiginlegum kostnaði. Hér þurfa allir að taka höndum saman því einstaklingar sem svíkja út atvinnuleysisbætur setja ljótan blett á það kerfi sem byggt hefur verið upp til að verja þá sem raunverulega eru atvinnulausir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Mörg íslensk heimili standa frammi fyrir hörmungarástandi sem ekki hefur knúið dyra í áraraðir - atvinnuleysinu. Samkvæmt opinberum tölum eru hátt í 15.000 Íslendingar án atvinnu og telst atvinnuleysi nú á haustmánuðum tæp 8%. Á bak við flesta þessa 15.000 einstaklinga eru fjölskyldur - makar og börn - og kemur því atvinnuleysið beint og óbeint við tugi þúsunda Íslendinga. Undanfarin ár hefur atvinnuleysi verið nær óþekkt hér á landi og launþegum jafnframt staðið til boða að vinna langan vinnudag og þannig gefist tækifæri á að drýgja launaumslagið til muna. Fyrir marga er því tekjuskerðingin veruleg. Auk fjárhagslegra áhyggna reynir ekki síður á andlegt þrek þeirra sem vilja vinna og leita linnulítið að vinnu en án árangurs. Það þarf sterka einstaklinga til að láta ekki höfnunina brjóta sig niður. Þetta skynja stéttarfélög og samtök eins og „Nýttu kraftinn" sem leggja ofuráherslu á að halda fólki sem er á atvinnuleysisskrá virku með ýmsum hætti. Fyrir langflesta eru það þung spor að sækja atvinnuleysisbætur og því er það algjör svívirða að vita til þess að margir víli ekki fyrir sér að misnota þessar bætur. Að einstaklingar geti unnið daglega fyrir svörtum tekjum en láti ekki þar við sitja, heldur sæki jafnframt um atvinnuleysisbætur. Þessir einstaklingar greiða ekki svo mikið sem skatt til samfélagsins af eigin tekjum heldur þiggja að auki bætur af sama samfélagi sem atvinnulausir væru. Skömm þessara einstaklinga er margföld. Það hefur oft verið sagt að Íslendingum þyki sjálfsagt að svíkja út úr kerfinu og er áætlað að árlega hlaupi skattsvik á tugum milljarða. Þetta svokallaða kerfi sem mörgum finnst svo eðlilegt að svíkja er hins vegar borið uppi af skattgreiðendum - fólkinu í landinu. Þegar verið er að svíkja út úr kerfinu er því einfaldlega verið að stela af náunganum, verið að stela frá þeim sem borga sitt. Við þær aðstæður sem nú ríkja er þetta kerfi síðan vart aflögufært, á nógu erfitt með að standa undir brýnustu verkefnum. Það getur því enginn réttlætt skattsvik fyrir sjálfum sér og horft á skattsvik með gleraugum Hróa Hattar - að verið sé að stela frá þeim ríku til að gefa fátækum - heldur er nær að verið sé að sparka í liggjandi mann. Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóri hafa gripið til ýmissa aðgerða til að draga úr svikum úr Atvinnuleysistryggingarsjóði og orðið nokkuð ágengt. En bæði atvinnulífið og heimilin vita að svört atvinnustarfsemi og svört vinna er stunduð í miklum mæli þannig að hagsmunaaðilar atvinnulífsins og launþega verða að koma með virkari hætti að þeim aðgerðum. En fyrst og fremst þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting - bæði hjá atvinnulífinu sjálfu svo og heimilum sem kaupa svarta vinnu. Heiðarleg atvinnufyrirtæki sem gefa upp allar tekjur og öll gjöld og greiða skatta samkvæmt því geta aldrei keppt við fyrirtæki sem komast undan eðlilegum skattgreiðslum. Það sama á við um heimilin - það er í hæsta móta óeðlilegt að taka þátt í að aðstoða einstaklinga við að komast undan því að bera sinn hluta af sameiginlegum kostnaði. Hér þurfa allir að taka höndum saman því einstaklingar sem svíkja út atvinnuleysisbætur setja ljótan blett á það kerfi sem byggt hefur verið upp til að verja þá sem raunverulega eru atvinnulausir.