Formúla 1

Toyota liðið kært og fært aftast

Blöðkur í afturvæng voru taldar of sveigjanlegar á Toyota bílunum og þeir dæmdir niður í nítjanda og tuttugustu sæti.
Blöðkur í afturvæng voru taldar of sveigjanlegar á Toyota bílunum og þeir dæmdir niður í nítjanda og tuttugustu sæti.
Báðir Toyota bílarnir voru færðir aftar á ráslínu eftir kærumál að lokinni tímatökunni í dag. Timo Glock náði sjötta sæti og Jarno Trulli því áttunda, en þeir ræsa af stað í 19 og 20 sæti.

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton þurfti að láta skipta um gírkassa eftir að bíll hans bilaði í tímatökunni í annari umferð. Hann var fimmtándi en var færður í síðasta sæt, en upp um tvo þegar Toyota bílarnir voru dæmdir ólöglegir í tímatökunni.

Bein útsending frá Formúlu 1 mótinu í Melbourne hefst kl. 05.30 í nótt og verður hún í beinni útsendingu í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×