Barrichello vill sigur á heimavelli 16. október 2009 09:28 Rubens Barrichello langar í sigur á heimavelli, en hann hefur aðeins einu sinni komist á verðlaunapalli í mótinu á Interlagos. Rubens Barrichello keppir á heimavelli í Brasilíu um helgina og er einn þriggja ökumanna sem á möguleik á meistaratitilinum. Keppinautar hans eru Sebastian Vettel og Jenson Button, sem gæti tryggt titilinn á sunnudaginn með góðum árangri. Button er með 14 stiga forskot á Barrichello þegar tveimur mótum er ólokið, en fyrir sigur frást 10 stig. Barrichello mun njóta stuðnings heimamanna, en hann hefur ekki unnið á heimavelli í þau sautján ár sem hann hefur keppt í Formúlu 1. "Ég finn ekki fyrir sérstakri pressu á heimavelli, né heldur að titillinn sé í húfi. Ég vonast til að geta keppt til sigurs á Interlagos brautinni. Mig langar í sigur fyrir framan landa mína", sagði Barrichello í samtali við fréttamenn. Hann ekur á æfingum í dag ásamt keppinautum sínum, en rigningu er spáð alla mótshelgina. Rigning hefur fallið Vettel vel í geð til þessa og gæti hentar Red Bull bíl hans vel, en Brawn menn eru hrifnari af þurri braut. "Það að eiga sjéns á sigri er frábær tilfinning, því þegar ég var hér fyrir ári síðan þá vissi ég ekki hvort mótið væri það síðasta eður ei. Núna er ég í samningaviðræðum við Brawn og Williams og er þakklátur að eiga tækfæri á því að keppa eitt árið enn. Ég mun grípa alla þá jákvæðu orku sem er að finna hjá löndum mínum og nýta hana í keppninni á sunnudaginn", sagði Barrichello. Ítarlega verður fjallað um æfingar dagsins í sérstökum þætti á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 21.00. Sjá brautarlýsingu frá Interlagos Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Rubens Barrichello keppir á heimavelli í Brasilíu um helgina og er einn þriggja ökumanna sem á möguleik á meistaratitilinum. Keppinautar hans eru Sebastian Vettel og Jenson Button, sem gæti tryggt titilinn á sunnudaginn með góðum árangri. Button er með 14 stiga forskot á Barrichello þegar tveimur mótum er ólokið, en fyrir sigur frást 10 stig. Barrichello mun njóta stuðnings heimamanna, en hann hefur ekki unnið á heimavelli í þau sautján ár sem hann hefur keppt í Formúlu 1. "Ég finn ekki fyrir sérstakri pressu á heimavelli, né heldur að titillinn sé í húfi. Ég vonast til að geta keppt til sigurs á Interlagos brautinni. Mig langar í sigur fyrir framan landa mína", sagði Barrichello í samtali við fréttamenn. Hann ekur á æfingum í dag ásamt keppinautum sínum, en rigningu er spáð alla mótshelgina. Rigning hefur fallið Vettel vel í geð til þessa og gæti hentar Red Bull bíl hans vel, en Brawn menn eru hrifnari af þurri braut. "Það að eiga sjéns á sigri er frábær tilfinning, því þegar ég var hér fyrir ári síðan þá vissi ég ekki hvort mótið væri það síðasta eður ei. Núna er ég í samningaviðræðum við Brawn og Williams og er þakklátur að eiga tækfæri á því að keppa eitt árið enn. Ég mun grípa alla þá jákvæðu orku sem er að finna hjá löndum mínum og nýta hana í keppninni á sunnudaginn", sagði Barrichello. Ítarlega verður fjallað um æfingar dagsins í sérstökum þætti á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 21.00. Sjá brautarlýsingu frá Interlagos
Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira