Formúla 1

Piquet: Býst ekki við fyrirgefningu

Nelson Piquet gengur af fundi FIA í París í dag.
Nelson Piquet gengur af fundi FIA í París í dag. mynd: Getty Images

Brasilíumaðurinn Nelson Piquet slapp við refsingu í samsæri Renault í Singapúr í fyrra, þar sem hann samþykkti að keyra á vegg til að auka möguleika Fernando Alonso í mótinu. Hann var fríaður ábyrgð í málinu og  Alonso ekki talinn eiga hlut að máli.

Piquet sendi frá sér yfirlýsingu um málið eftir dóm FIA í dag þar sem Flavio Briatore var dæmdur í bann frá Formúlu 1.

"Briatore hefur áður komið illa fram við ökumenn og var umboðsmaður minn og framkvæmdarstjóri. Hann var búinn að einangra mig í liðinu og sem persónu og eftir að ég náði að slíta mig frá honum, þá skil ég ekki hvernig ég gat gengið að skilyrðum hans. En á sínum tíma fannst mér ég ekki geta neitað bón hans."

" Ég býst ekki við að mér verði fyrirgefið eða málið gleymist, en vona að almenningur skiji hvað lá að baki ákvörðun minni", sagði Piquet.

Sjá yfirlýsingu Piquet í heild sinni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×