Ekki í mínu nafni Þorkell Helgason skrifar 7. september 2009 06:00 Þorkell Helgason skrifar um kjör aldraðra Margir kunna að halda af fyrirsögninni að greinarstúfur þessi fjalli um Icesave-málið. Svo er ekki – og þó. Alls kyns talsmenn aldraðra (eða „eldri borgara“ eins og það heitir á teprulegu máli) hafa undanfarið andmælt því að stjórnvöld hafa neyðst til að draga úr ríkisútgjöldum og afla tekna m.a. með því að auka skerðingu ellilífeyris vegna annarra tekna. Framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara „mótmælir harðlega“; aðrir spara ekki stóru orðin eins og segja þetta koma frá „siðblind[ri] og svikul[i] ríkisstjórn“ eins og fyrrverandi talsmaður einna þessara samtaka orðaði það. Halda menn að þeir sem eru nú við stjórnvölin við að berja í bresti þjóðfélagsins hafi einhverja sérstaka ánægju af því að níðast á öldruðum? Menn skyldu gæta orða sinna. Undirritaður er kominn á þann aldur að vera orðinn eftirlaunamaður og innan skamms á ellilífeyrisaldri. Því hef ég stöðu til að geta sagt að andmæli af slíku tagi er ekki í mínu nafni. Væntanlega hefur ekki farið fram hjá neinum að yfir okkur hafa dunið hamfarir af manna völdum en á undan var genginn tími sýndarveruleika, meints góðæris. Nú stöndum við frammi fyrir nöturlegum staðreyndum, þeim að ríkissjóður og þjóðarbúið allt er skuldum vafið og eru Icesave-skuldirnar alræmdu aðeins kornið sem fyllti mælinn. Það verður því að skera niður og skerða í hvívetna. Vandinn er eins og alltaf hvar á að bera niður; allir segja ekki hjá mér heldur hinum. Aldraðir eru sundurleitur hópur. Þar eru vissulega margir sem eru lítt eða ekki aflögufærir og verður ekki betur séð en þeim sé hlíft eftir föngum í þeim aðgerðum þegar eru komnar fram. Síðan eru aðrir sem eru bjargálna og vel það, hafa etv. drjúgan lífeyri og jafnvel einhverjar atvinnutekjur að auki. Við sem þar erum getum vel tekið á okkur að axla hluta þeirra byrða sem fjárglæframenn og meðvirk eða sofandi stjórnvöld fyrri ára hafa lagt á herðar þjóðarinnar og verður ekki undan vikist. Við höfum amk. breiðari bök en þær barnafjölskyldur margar sem nú berjast í bökkum við að halda þakinu yfir höfði sér – og standa jafnframt undir ellilífeyrisgreiðslunum að drjúgum hluta. Ekki gera auðmennirnir það! Að lokum aftur um Icesave-skuldirnar. Þær verða greiddar á árabilinu 2016-2023. Mörg okkar sem nú erum lífeyrisþegar verða þá orðin undanþegin greiðsluskyldu forsjónarinnar vegna. Væri þeim okkar sem erum enn aflögufær ekki nær að greiða okkar skerf meðan við erum þó enn ofanjarðar? – t.d. að þau okkar sem hafa 4 millj. kr. eða þaðan af meira í lífeyristekjur á ári (en þar eru mörkinn í skerðingarlögunum) heimti ekki elliframlag að auki frá þeim ungu sem standa undir þeim greiðslum. Höfundur er eftirlaunamaður og bráðlega óvirkur ellilífeyrisþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Þorkell Helgason skrifar um kjör aldraðra Margir kunna að halda af fyrirsögninni að greinarstúfur þessi fjalli um Icesave-málið. Svo er ekki – og þó. Alls kyns talsmenn aldraðra (eða „eldri borgara“ eins og það heitir á teprulegu máli) hafa undanfarið andmælt því að stjórnvöld hafa neyðst til að draga úr ríkisútgjöldum og afla tekna m.a. með því að auka skerðingu ellilífeyris vegna annarra tekna. Framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara „mótmælir harðlega“; aðrir spara ekki stóru orðin eins og segja þetta koma frá „siðblind[ri] og svikul[i] ríkisstjórn“ eins og fyrrverandi talsmaður einna þessara samtaka orðaði það. Halda menn að þeir sem eru nú við stjórnvölin við að berja í bresti þjóðfélagsins hafi einhverja sérstaka ánægju af því að níðast á öldruðum? Menn skyldu gæta orða sinna. Undirritaður er kominn á þann aldur að vera orðinn eftirlaunamaður og innan skamms á ellilífeyrisaldri. Því hef ég stöðu til að geta sagt að andmæli af slíku tagi er ekki í mínu nafni. Væntanlega hefur ekki farið fram hjá neinum að yfir okkur hafa dunið hamfarir af manna völdum en á undan var genginn tími sýndarveruleika, meints góðæris. Nú stöndum við frammi fyrir nöturlegum staðreyndum, þeim að ríkissjóður og þjóðarbúið allt er skuldum vafið og eru Icesave-skuldirnar alræmdu aðeins kornið sem fyllti mælinn. Það verður því að skera niður og skerða í hvívetna. Vandinn er eins og alltaf hvar á að bera niður; allir segja ekki hjá mér heldur hinum. Aldraðir eru sundurleitur hópur. Þar eru vissulega margir sem eru lítt eða ekki aflögufærir og verður ekki betur séð en þeim sé hlíft eftir föngum í þeim aðgerðum þegar eru komnar fram. Síðan eru aðrir sem eru bjargálna og vel það, hafa etv. drjúgan lífeyri og jafnvel einhverjar atvinnutekjur að auki. Við sem þar erum getum vel tekið á okkur að axla hluta þeirra byrða sem fjárglæframenn og meðvirk eða sofandi stjórnvöld fyrri ára hafa lagt á herðar þjóðarinnar og verður ekki undan vikist. Við höfum amk. breiðari bök en þær barnafjölskyldur margar sem nú berjast í bökkum við að halda þakinu yfir höfði sér – og standa jafnframt undir ellilífeyrisgreiðslunum að drjúgum hluta. Ekki gera auðmennirnir það! Að lokum aftur um Icesave-skuldirnar. Þær verða greiddar á árabilinu 2016-2023. Mörg okkar sem nú erum lífeyrisþegar verða þá orðin undanþegin greiðsluskyldu forsjónarinnar vegna. Væri þeim okkar sem erum enn aflögufær ekki nær að greiða okkar skerf meðan við erum þó enn ofanjarðar? – t.d. að þau okkar sem hafa 4 millj. kr. eða þaðan af meira í lífeyristekjur á ári (en þar eru mörkinn í skerðingarlögunum) heimti ekki elliframlag að auki frá þeim ungu sem standa undir þeim greiðslum. Höfundur er eftirlaunamaður og bráðlega óvirkur ellilífeyrisþegi.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun