Aðdráttarafl Íslands 9. júlí 2009 00:01 Ég skal vera jákvæði gæinn í dag. Ekki veitir af. Alveg er það nú magnað hvað Ísland er stórkostlegt land. Það er ekki glæta að ég skammist mín fyrir að vera héðan þó að nokkrir apar hafi fengið of lengi að henda skít úr búrunum sínum. Ég er búinn að þvælast dálítið um undanfarnar vikur og velta fyrir mér í hverju aðdráttaraflið felst. Í fyrsta lagi er það auðvitað landið sjálft, landslagið. Að dorma í lyngbrekku við fuglasöng og stórfenglegt útsýni, eins og til dæmis í Þórsmörk, einum alfallegasta bletti heimsins, er engu líkt. Sú upplifun verður aldrei metin til jafn ómerkilegs fyrirbæris og fjár. Andstæðurnar og fjölbreytnin hér finnast eiginlega hvergi annars staðar á hnettinum. Við búum í konfektkassa og sitjum ofan á matarkistu. Hér er allt vaðandi í frábæru hráefni sem mætti nýta miklu betur. Af hverju er til dæmis engin fiskbúð á Akureyri? Í hvaða smábúð sem er á Spáni er betra kjöt- og fiskborð en í búðum hér. Hvar eru búðirnar sem selja vörur beint frá bændum? Hvergi fær maður betri ís en á Íslandi. Heimagerðan ís beint af beljunni má nú fá á þremur bæjum á landinu, á Erpsstöðum við Búðar-dal, Brunnhóli við Hornafjörð en lengst er Holtasels-ísinn í Eyjafirði kominn í vöruþróuninni. Það líður varla sá dagur að ég hugsi ekki slefandi um bláberjaskyrísinn sem ég fékk þar. Á Íslandi eru bestu sundlaugar í heimi. Sú nýjasta er á Álftanesi og er enn ein snilldarlaugin á landinu. Hvað þarf meira en að komast í sund og borða ís? Og liggja í konfektkassanáttúru þess á milli? Veðrið já. Ég gleymdi því. Í vondu veðri kemur fjórða aðdráttaraflið sterkt inn: Skrítið fólk. Sem betur fer er fullt af skrítnu fólki á Íslandi til að brjóta upp gráa meðalmennskuna. „Venjulegt“ fólk fer langar leiðir til að upplifa „öðruvísi“ fólk. Við Arnarfjörð lokkar Selárdalur með sína gengnu furðufugla, Gísla og Samúel. Á Bíldudal er frábært tónlistarsafn meistara Jóns Kr. Á Patreksfirði eru eldhugar að drífa upp hið frábæra Sjóræningjasafn. Í Eyjafirði er smámunasafn Sverris Hermannssonar og Safnasafnið með sínum ótal afbrigðum af sérvisku. Þetta mun rífa okkur upp úr þynnkunni. Það getur ekki klikkað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Ég skal vera jákvæði gæinn í dag. Ekki veitir af. Alveg er það nú magnað hvað Ísland er stórkostlegt land. Það er ekki glæta að ég skammist mín fyrir að vera héðan þó að nokkrir apar hafi fengið of lengi að henda skít úr búrunum sínum. Ég er búinn að þvælast dálítið um undanfarnar vikur og velta fyrir mér í hverju aðdráttaraflið felst. Í fyrsta lagi er það auðvitað landið sjálft, landslagið. Að dorma í lyngbrekku við fuglasöng og stórfenglegt útsýni, eins og til dæmis í Þórsmörk, einum alfallegasta bletti heimsins, er engu líkt. Sú upplifun verður aldrei metin til jafn ómerkilegs fyrirbæris og fjár. Andstæðurnar og fjölbreytnin hér finnast eiginlega hvergi annars staðar á hnettinum. Við búum í konfektkassa og sitjum ofan á matarkistu. Hér er allt vaðandi í frábæru hráefni sem mætti nýta miklu betur. Af hverju er til dæmis engin fiskbúð á Akureyri? Í hvaða smábúð sem er á Spáni er betra kjöt- og fiskborð en í búðum hér. Hvar eru búðirnar sem selja vörur beint frá bændum? Hvergi fær maður betri ís en á Íslandi. Heimagerðan ís beint af beljunni má nú fá á þremur bæjum á landinu, á Erpsstöðum við Búðar-dal, Brunnhóli við Hornafjörð en lengst er Holtasels-ísinn í Eyjafirði kominn í vöruþróuninni. Það líður varla sá dagur að ég hugsi ekki slefandi um bláberjaskyrísinn sem ég fékk þar. Á Íslandi eru bestu sundlaugar í heimi. Sú nýjasta er á Álftanesi og er enn ein snilldarlaugin á landinu. Hvað þarf meira en að komast í sund og borða ís? Og liggja í konfektkassanáttúru þess á milli? Veðrið já. Ég gleymdi því. Í vondu veðri kemur fjórða aðdráttaraflið sterkt inn: Skrítið fólk. Sem betur fer er fullt af skrítnu fólki á Íslandi til að brjóta upp gráa meðalmennskuna. „Venjulegt“ fólk fer langar leiðir til að upplifa „öðruvísi“ fólk. Við Arnarfjörð lokkar Selárdalur með sína gengnu furðufugla, Gísla og Samúel. Á Bíldudal er frábært tónlistarsafn meistara Jóns Kr. Á Patreksfirði eru eldhugar að drífa upp hið frábæra Sjóræningjasafn. Í Eyjafirði er smámunasafn Sverris Hermannssonar og Safnasafnið með sínum ótal afbrigðum af sérvisku. Þetta mun rífa okkur upp úr þynnkunni. Það getur ekki klikkað.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun