Fisichella mun standast álagið hjá Ferrari 10. september 2009 15:43 Fisichella brosmildur um borð í Ferrari í fyrsta skipti. mynd: kappakstur.is Rubens Barrichello sem ók í mörg ár með Michael Schumacher hjá Ferrari telur að Giancarlco Fisichella muni standast álagið hjá Ferrari. Fisichella ekur á Monza brautinni um helgina með Ferrari í fyrsta skipti. Fisichella var kippt frá liði Force India hefur að hafa náð öðru sæti á Spa brautinni fyrir 10 dögum. "Fisihella þarf að nota pressuna sem hann finnur fyrir á jákvæðan hátt. Þá gengur honum allt í haginn og mun upplifa jákvæða tilfinningu", sagði Barrichello, sem hætti á endanum hjá Ferrari. Hann var ósáttur við sérmeðferð sem Schumacher fékk hjá liðinu. "Fyrst þegar ég keyrði með Ferrari leið mér eins og í draumi, en svo verður maður bara að keyra af kappi. Skila árangri. Fisichella er sigurvegari í hjarta sínu og hann hefur verið á sigurbíl áður", sagði Barrichello. Fisichella er nokkuð brattur fyrir fyrsta mót sitt með Ferrari. "Það var draumur að vinna í fyrsta mótinu með Ferrari, en það er enginn leikur að hoppa úr Force India bíl yfir í Ferrari og ná tökum á bílnum. Ég verð fljótur, en verð að taka eitt skref í einu", sagði Fisichella. Rætt er við Fisichella í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld. Í þættinum spyrna Pétur J'ohann Sigfússon og Ilmur Kristjánsdóttir um brautina í ökuhermi. Sjá allt um Fiischella Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Rubens Barrichello sem ók í mörg ár með Michael Schumacher hjá Ferrari telur að Giancarlco Fisichella muni standast álagið hjá Ferrari. Fisichella ekur á Monza brautinni um helgina með Ferrari í fyrsta skipti. Fisichella var kippt frá liði Force India hefur að hafa náð öðru sæti á Spa brautinni fyrir 10 dögum. "Fisihella þarf að nota pressuna sem hann finnur fyrir á jákvæðan hátt. Þá gengur honum allt í haginn og mun upplifa jákvæða tilfinningu", sagði Barrichello, sem hætti á endanum hjá Ferrari. Hann var ósáttur við sérmeðferð sem Schumacher fékk hjá liðinu. "Fyrst þegar ég keyrði með Ferrari leið mér eins og í draumi, en svo verður maður bara að keyra af kappi. Skila árangri. Fisichella er sigurvegari í hjarta sínu og hann hefur verið á sigurbíl áður", sagði Barrichello. Fisichella er nokkuð brattur fyrir fyrsta mót sitt með Ferrari. "Það var draumur að vinna í fyrsta mótinu með Ferrari, en það er enginn leikur að hoppa úr Force India bíl yfir í Ferrari og ná tökum á bílnum. Ég verð fljótur, en verð að taka eitt skref í einu", sagði Fisichella. Rætt er við Fisichella í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld. Í þættinum spyrna Pétur J'ohann Sigfússon og Ilmur Kristjánsdóttir um brautina í ökuhermi. Sjá allt um Fiischella
Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira