Button svarar ómaklegri gagnrýni 17. apríl 2009 11:31 Jenson Button var fljótur í Sjanghæ í nótt. Bretinn Jenson Button var garnrýndur harðlega af Flavio Briatore framkvæmdarstjóra Renault, sem sagði hann jafnfljótan ökumann og skilti í vegkantinum. Button svaraði hressilega fyrir sig á fundi með fréttamönnum í dag. "Þó að mér hafi gengið illa tvö síðustu ár, þá höfum við loks góðan bíl undir höndum og núna ökum við fullkomlega löglegum bíl. Mig langar að minna Briatore á að hann vildi ráða mig sem ökumann (með Alonso) fyrir þetta keppnistímabil, þannig að ummæli hans er marklaus", sagði Button. Button svaraði líka Briatore á brautinni í Sjanghæ í dag, þegar hann náði besta tíma á seinni æfingu keppnisliða. Lewis Hamilton á McLaren var fljótari á þeirri fyrri, en liðið notar nýjan loftdreifi, en í vikunni var endanlega skorið úr um það að sérstakir loftdreifar Brawn, Toyota og Williams liðanna væru löglegir. McLaren var fyrsta liðið til að bregðast við þeim fréttum. Nokkur kurr er meðal ökumanna eftir æfingarnar í nótt um gæði mýkri dekkjanna frá Bridgestione. Þeir telja dekkin alltof mjúk og að þau geti valdið vandræðum í kappakstrinum. Í kvöld verður sýnd samantekt frá æfingum næturinnar á Stöð 2 Sport kl. 20:45. sjá ítarlegt viðtal við Button Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bretinn Jenson Button var garnrýndur harðlega af Flavio Briatore framkvæmdarstjóra Renault, sem sagði hann jafnfljótan ökumann og skilti í vegkantinum. Button svaraði hressilega fyrir sig á fundi með fréttamönnum í dag. "Þó að mér hafi gengið illa tvö síðustu ár, þá höfum við loks góðan bíl undir höndum og núna ökum við fullkomlega löglegum bíl. Mig langar að minna Briatore á að hann vildi ráða mig sem ökumann (með Alonso) fyrir þetta keppnistímabil, þannig að ummæli hans er marklaus", sagði Button. Button svaraði líka Briatore á brautinni í Sjanghæ í dag, þegar hann náði besta tíma á seinni æfingu keppnisliða. Lewis Hamilton á McLaren var fljótari á þeirri fyrri, en liðið notar nýjan loftdreifi, en í vikunni var endanlega skorið úr um það að sérstakir loftdreifar Brawn, Toyota og Williams liðanna væru löglegir. McLaren var fyrsta liðið til að bregðast við þeim fréttum. Nokkur kurr er meðal ökumanna eftir æfingarnar í nótt um gæði mýkri dekkjanna frá Bridgestione. Þeir telja dekkin alltof mjúk og að þau geti valdið vandræðum í kappakstrinum. Í kvöld verður sýnd samantekt frá æfingum næturinnar á Stöð 2 Sport kl. 20:45. sjá ítarlegt viðtal við Button
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira