Formúla 1

Formúla 1 hasar í Moskvu

Nico Rosberg þeysti götu Moskvu í fyrra og 19. júlí verða þrjú Formúlu 1 lið á götum borgarinnar.
Nico Rosberg þeysti götu Moskvu í fyrra og 19. júlí verða þrjú Formúlu 1 lið á götum borgarinnar. mynd: kappakstur.is
Þrjú Formúlu 1 lið halda í víking til Moskvu og spretta úr spori í Kreml þann 19. júlí. McLaren, Red Bull og Williams munu öll senda bíla á götuhátíð þar sem þeyst verður á ýmiskonar farartækjum á götum Moskvu.

Williams liðið gerði samskonar hlut í fyrra, en núna mæta liðin þrjú með sitt hafurtaks. Brautin verður lögð um svæði við Kreml.

"Ég hlakka mjög til að í Moskvu, í borg sem er sankölluð heimsborg. Það verður gaman að sýna fjöldanum um hvað Formúlu 1 snýst. Rússar eru að skoða að halda Formúlu 1 mót og þetta er góð kynning fyrir framtíðarplön þeirra", sagði Heikki Kovalainen hjá McLaren sem spretta mun úr sporti á sínum bíl.

Í fyrra var talið að allt að ein miljón manna hafi fylgst með Nico Rosberg þeysta götur Moskvu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×