Formúla 1

Sonur frægs ökumanns fórst í kappakstri

John Surtees og Henry Surtees voru miklir mátar og báðir kappakstursökumenn á sínum tíma.
John Surtees og Henry Surtees voru miklir mátar og báðir kappakstursökumenn á sínum tíma.

Sviplegt slys varð í Formúlu 2 keppni í Bretlandi í dag, þegar sonur frægs ökumanns lést í keppni. Henry Surtees, 18 ára sonur John Surtees lést eftir að hjól af öðrum bíl skall í höfði hans og hann rotaðist. Bíll hans endasentist á vegg og hann lést af sárum sínum á spítala.

Formúla 2 er ný mótaröð sem er undir merkjun FIA og einskonar undirmótaröð Formúlu 2 og GP 2, sem er næst á eftir Formúlu 1. Margir synir fyrrum Formúlu 1 ökumanna keppa í þessari mótaröð.

Surtees hin eldri er einn af ástsælustu ökumönnum Breta og sonur hans hafði náð þriðja sæti í einni keppni í Formúlu 2 á þessu ári. Henry ikeppti í Formúlu 2 í Bretlandi í fyrra og vann einn sigur.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×