Formúla 1

Brawn neitar að hækka laun meistarans

Jenson Button með hluta af sigurlaunum ársins.
Jenson Button með hluta af sigurlaunum ársins.

Ross Brawn, eigandi meistaliðs Brawn hefur neitað Jenson Button um launahækkun, en þeir hafa verið í samningaviðræðum síðustu vikurnar.

Brawn liðið vann bæði titil bílasmiða og ökumanna og lýkur eru á að liðið tilkynni náið samstarf við Mercedes bílaframleiðandann á næstunni. Mercedes hefur séð liðinu fyrir vélum á árinu og talið er að fyrirtækið munu kaupa sig inn í Brawn liðið.

"Við eruð að skoða að bjóða Button frjálsræði varðandi persónulega kostendur, en teljum ekki líklegt að við viljum hækka laun hans", sagði Brawn í samtali við The Guardian í Bretlandi.

Button vill 6 miljónir punda í árslaun í stað 3 miljóna, en hann tók á sig verulega launalækkun í vetur, til að hjálpa rekstri Brawn liðsins sem stóð á brautðfótum eftir kaup hans á búnaði Honda.

McLaren hefur áhuga á störfum Buttons og Lewis Hamilton segir að hann yrði góður liðsmaður og keppinautur ef af yrði. Button hefur um margt að velja sem meistari og ræður úr sínum málum ásamt umboðsmanni sínum á næstu vikum.

Sjá meira um ökumenn 2010






Fleiri fréttir

Sjá meira


×