Formúla 1

Nico Rosberg gæti yfirgefið Williams

Nico Rosberg er að skoða hvað hann gerir varðandi samningamál í framtíðinni.
Nico Rosberg er að skoða hvað hann gerir varðandi samningamál í framtíðinni. Mynd: Getty Images

Þjóðverjinn Nico Rosberg hefur verið sprettharður á föstudagsæfingum í á árinu, en hefur samt aðeins nælt í 4.5 stig í mótum. Hann er í viðræðum við ýmis lið varðandi næsta ár og segir allt koma til greina varðandi störf sín 2010.

Rosberg er 23 ára gamall og hefur verið hjá Williams síðustu misseri, en vill komst um borð í bíl sem hann getur unnið mót ár.

"Ég er að skoða hvað er í boði og mynda mér skoðun um hvað er best að gera. Það eru aðeins tvö lið með sigurbíl í dag. Ég þarf samt að vera þolinmóður gagnvart Williams. Mér líður vel hjá liðinu og menn hafa reynst mér vel. Ef ég á velgengni skilið, þá mun það koma til mín, fyrr eða síðar. Ég vil gera langtímasamning við keppnislið. Williams hefur gert góða hluti fyrir þetta tímabil og gæti því verið öflugt í framtíðinni. ", segir Rosberg stóískur.

Rosberg býr í Mónakó og keppir því á heimavelli í næsta móti sem er um aðra helgi. Williams hefur oft gengið vel á brautinni, sem er í senn hættuleg og spennandi viðfangsefni fyrir ökumenn. Tímatakan er mikilvæg, þar sem erfitt er að komast framúr í brautinni.

Sjá Mónakaó brautarlýisingu










Fleiri fréttir

Sjá meira


×