Formúla 1

Rosberg sló öllum við

Nico Rosberg náði besta tíma á seinni æfingu keppnisliða í Bahrain í dag.
Nico Rosberg náði besta tíma á seinni æfingu keppnisliða í Bahrain í dag.

Þjóðverjinn Nico Rosberg á Williams Toyota sló öllum við á seinni æfingu keppnisliða í Bahrain í dag. Hann varð tæpum 0.2 sekúndum fljótari en Spánverjinn Fernando Alonso á Renault.

Rosberg hefur oft verið fljótur á æfingum fyrir kappakstursmótin á þessu ári, en hefur síðan fatast flugið í kappakstrinum eftir góðan sprett í tímatökum.

Alonso er að prófa KERS kerfið í bíl sínum en vill ekki segja blaðamönnum hvort það verður í notkun eður ei um helgina. Jarno Trulli á Toyota var með þriðja besta tíma á undan Sebastian Vettel á Red Bull, sem vann síðustu keppni. Félagi hans Mark Webber komst næstur. Athyglivert er að Adrian Sutil á Force India var aðeins 0.4 sekúndum á eftir besta tíma.

Hamilton varð ellefti, Massa sextándi, Kubica sautjándi og Raikkönen átjándi. Þessir kappar voru í titilslagnum í fyrra.

Tímarnir í hádeginu

Rosberg 1:33:339, Alonso 0.191, Trulli 0.277, Vettel 0.322, Webber 0.337, Button 0.355, Sutil 0.424, Glock 0.425, Barrichello 0.546, Nakajima 0.560, Hamilton 0.655








Fleiri fréttir

Sjá meira


×