Klessukeyrsla Barrichello lán Hamiltons í tímatökum 26. september 2009 15:40 Nico Rosberg, Lewis Hamilton og Sebastian Vettel eru fremstir á ráslínu í Singapúr. mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton á McLaren ræsir fremstur af stað á ráslínu í Singapúr kappakstrinum á morgun. Við hlið hans Sebastian Vettel á Red Bull, en forystumaður stigamótsins, Jenson Button er aðeins tólfti á ráslínu. Rubens Barrichello klúðraði sínum síðasta hring illilega eftir að hafa náð fimmta besta tíma. Hann klessti á vegg í lokahringum, sem þýddi að tímatakan var flautuð af og keppendur gátu ekki keyrt síðasta hringinn. Þetta þýddi að næsti hringur á undan gilti og í honum var Hamilton á undan Vettel. Nico Rosberg á Williams náði fimmta sæti, en hann varð annar í sama móti í fyrra á eftir Fernando Alonso. Vettel var í mjög góðum hring og með betri millitíma en Hamilton þegar tímatökunni var hætt vegna ákeyrslu Barrichello. Vettel er einmitt staðráðinn í að vinna mótið í Singapúr til að sækja stig á Button og Barrichello. Endirinn var því æði skondin og Barrichello heppinn að hanga á fimmta sætinu þrátt fyrir allt. En á móti kemur að hann verður færður aftur um 5 sæti á ráslínu þar sem hann þurfti að skipta um gírkassa. Það er hefðbundinn refsing, en gírkassar verða að endast fjögur mót. Bein útsending frá kappakstrinum í Singapúr er kll. 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport. Sjá tímanna og brautarlýsingu Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton á McLaren ræsir fremstur af stað á ráslínu í Singapúr kappakstrinum á morgun. Við hlið hans Sebastian Vettel á Red Bull, en forystumaður stigamótsins, Jenson Button er aðeins tólfti á ráslínu. Rubens Barrichello klúðraði sínum síðasta hring illilega eftir að hafa náð fimmta besta tíma. Hann klessti á vegg í lokahringum, sem þýddi að tímatakan var flautuð af og keppendur gátu ekki keyrt síðasta hringinn. Þetta þýddi að næsti hringur á undan gilti og í honum var Hamilton á undan Vettel. Nico Rosberg á Williams náði fimmta sæti, en hann varð annar í sama móti í fyrra á eftir Fernando Alonso. Vettel var í mjög góðum hring og með betri millitíma en Hamilton þegar tímatökunni var hætt vegna ákeyrslu Barrichello. Vettel er einmitt staðráðinn í að vinna mótið í Singapúr til að sækja stig á Button og Barrichello. Endirinn var því æði skondin og Barrichello heppinn að hanga á fimmta sætinu þrátt fyrir allt. En á móti kemur að hann verður færður aftur um 5 sæti á ráslínu þar sem hann þurfti að skipta um gírkassa. Það er hefðbundinn refsing, en gírkassar verða að endast fjögur mót. Bein útsending frá kappakstrinum í Singapúr er kll. 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport. Sjá tímanna og brautarlýsingu
Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira