Hamilton: Lokamótið stórkostlegt fyrir áhorfendur 10. nóvember 2010 12:37 Lewis Hamilton á ferð á mótssvæðinu í Abu Dhabi, en margar byggingar eru hinar skrautlegustu á svæðinu. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton er einn fjögurra ökumanna sem á möguleika á meistaratili ökumanna í lokamótinu í Abu Dhabi um helgina. Hann verður að vinna mótið til að eiga nokkra möguleika á titilinum og keppinautum hans þarf að ganga miður vel. Fernando Alonso er 24 stigum á undan Hamilton, Mark Webber 16 stigum og Sebastian Vettel 9 stigum. Fyrir sigur fengi Hamilton 25 stig og gengi hans ræðst af því hvar keppinautarnir ljúka keppni. Alonso má þá ekki fá nein stig í mótinu, sem þýðir að hann verður að vera í ellefta sæti eða neðar. Webber verður að sama skapi að lenda í sjötta sæti eða neðar og Vettel má ekki vera ofar en í þriðja sæti. Ef þetta yrði lokastaða keppinauta Hamiltons, þá ynni hann titilinn með einu stigi á Webber og Vettel. "Ég hef verið í titilslagnum tvö síðustu keppnistímabil og veit því hvaða álag fylgir því, þegar titilinn er nánst í höndum manns. Núna er þetta öðruvísi. Ég á tölfræðilega möguleika og þarf bæði að vinna og forystumaður stigamótins má ekki fá stig. Það dugir ekki einu sinni til og álagið er því minna en 2007 og 2008", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hamilton segist þó mæta galvaskur í slaginn og það hafi sýnt sig að málin geta þróast á ýmsan hátt og síðasta mótið gæti verið óútreiknanlegt. "Ég veit það að eigin reynslu að tímabilið er ekki búið fyrr en komið er yfir endamark og ég þarf að ljúka mótinu og pressa stíft. Þetta verður stórkostlegur viðburður mót fyrir áhorfendur um heim allan", sagði Hamilton. Mótið í Abu Dhabi hefst í dagsbirtu en lýkur við sólsetur og í flóðljósum og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá á sunnudag. Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er einn fjögurra ökumanna sem á möguleika á meistaratili ökumanna í lokamótinu í Abu Dhabi um helgina. Hann verður að vinna mótið til að eiga nokkra möguleika á titilinum og keppinautum hans þarf að ganga miður vel. Fernando Alonso er 24 stigum á undan Hamilton, Mark Webber 16 stigum og Sebastian Vettel 9 stigum. Fyrir sigur fengi Hamilton 25 stig og gengi hans ræðst af því hvar keppinautarnir ljúka keppni. Alonso má þá ekki fá nein stig í mótinu, sem þýðir að hann verður að vera í ellefta sæti eða neðar. Webber verður að sama skapi að lenda í sjötta sæti eða neðar og Vettel má ekki vera ofar en í þriðja sæti. Ef þetta yrði lokastaða keppinauta Hamiltons, þá ynni hann titilinn með einu stigi á Webber og Vettel. "Ég hef verið í titilslagnum tvö síðustu keppnistímabil og veit því hvaða álag fylgir því, þegar titilinn er nánst í höndum manns. Núna er þetta öðruvísi. Ég á tölfræðilega möguleika og þarf bæði að vinna og forystumaður stigamótins má ekki fá stig. Það dugir ekki einu sinni til og álagið er því minna en 2007 og 2008", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hamilton segist þó mæta galvaskur í slaginn og það hafi sýnt sig að málin geta þróast á ýmsan hátt og síðasta mótið gæti verið óútreiknanlegt. "Ég veit það að eigin reynslu að tímabilið er ekki búið fyrr en komið er yfir endamark og ég þarf að ljúka mótinu og pressa stíft. Þetta verður stórkostlegur viðburður mót fyrir áhorfendur um heim allan", sagði Hamilton. Mótið í Abu Dhabi hefst í dagsbirtu en lýkur við sólsetur og í flóðljósum og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá á sunnudag.
Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira