Hamilton: Lokamótið stórkostlegt fyrir áhorfendur 10. nóvember 2010 12:37 Lewis Hamilton á ferð á mótssvæðinu í Abu Dhabi, en margar byggingar eru hinar skrautlegustu á svæðinu. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton er einn fjögurra ökumanna sem á möguleika á meistaratili ökumanna í lokamótinu í Abu Dhabi um helgina. Hann verður að vinna mótið til að eiga nokkra möguleika á titilinum og keppinautum hans þarf að ganga miður vel. Fernando Alonso er 24 stigum á undan Hamilton, Mark Webber 16 stigum og Sebastian Vettel 9 stigum. Fyrir sigur fengi Hamilton 25 stig og gengi hans ræðst af því hvar keppinautarnir ljúka keppni. Alonso má þá ekki fá nein stig í mótinu, sem þýðir að hann verður að vera í ellefta sæti eða neðar. Webber verður að sama skapi að lenda í sjötta sæti eða neðar og Vettel má ekki vera ofar en í þriðja sæti. Ef þetta yrði lokastaða keppinauta Hamiltons, þá ynni hann titilinn með einu stigi á Webber og Vettel. "Ég hef verið í titilslagnum tvö síðustu keppnistímabil og veit því hvaða álag fylgir því, þegar titilinn er nánst í höndum manns. Núna er þetta öðruvísi. Ég á tölfræðilega möguleika og þarf bæði að vinna og forystumaður stigamótins má ekki fá stig. Það dugir ekki einu sinni til og álagið er því minna en 2007 og 2008", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hamilton segist þó mæta galvaskur í slaginn og það hafi sýnt sig að málin geta þróast á ýmsan hátt og síðasta mótið gæti verið óútreiknanlegt. "Ég veit það að eigin reynslu að tímabilið er ekki búið fyrr en komið er yfir endamark og ég þarf að ljúka mótinu og pressa stíft. Þetta verður stórkostlegur viðburður mót fyrir áhorfendur um heim allan", sagði Hamilton. Mótið í Abu Dhabi hefst í dagsbirtu en lýkur við sólsetur og í flóðljósum og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá á sunnudag. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er einn fjögurra ökumanna sem á möguleika á meistaratili ökumanna í lokamótinu í Abu Dhabi um helgina. Hann verður að vinna mótið til að eiga nokkra möguleika á titilinum og keppinautum hans þarf að ganga miður vel. Fernando Alonso er 24 stigum á undan Hamilton, Mark Webber 16 stigum og Sebastian Vettel 9 stigum. Fyrir sigur fengi Hamilton 25 stig og gengi hans ræðst af því hvar keppinautarnir ljúka keppni. Alonso má þá ekki fá nein stig í mótinu, sem þýðir að hann verður að vera í ellefta sæti eða neðar. Webber verður að sama skapi að lenda í sjötta sæti eða neðar og Vettel má ekki vera ofar en í þriðja sæti. Ef þetta yrði lokastaða keppinauta Hamiltons, þá ynni hann titilinn með einu stigi á Webber og Vettel. "Ég hef verið í titilslagnum tvö síðustu keppnistímabil og veit því hvaða álag fylgir því, þegar titilinn er nánst í höndum manns. Núna er þetta öðruvísi. Ég á tölfræðilega möguleika og þarf bæði að vinna og forystumaður stigamótins má ekki fá stig. Það dugir ekki einu sinni til og álagið er því minna en 2007 og 2008", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hamilton segist þó mæta galvaskur í slaginn og það hafi sýnt sig að málin geta þróast á ýmsan hátt og síðasta mótið gæti verið óútreiknanlegt. "Ég veit það að eigin reynslu að tímabilið er ekki búið fyrr en komið er yfir endamark og ég þarf að ljúka mótinu og pressa stíft. Þetta verður stórkostlegur viðburður mót fyrir áhorfendur um heim allan", sagði Hamilton. Mótið í Abu Dhabi hefst í dagsbirtu en lýkur við sólsetur og í flóðljósum og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá á sunnudag.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira