Hin forboðna léttúðardós Bergsteinn Sigurðsson skrifar 23. júlí 2010 06:00 Yfirvöldum hefur ætíð verið umhugað um að þegnar þeirra sýni aðhald þegar holdið er annars vegar. Mig minnir að í Grágás megi finna klausu í þá veru að enginn skuli láta saurgast af eigin höndum, ferfættu kvikindi eða boruðu tré. Sjálfsfróun þykir ekki tiltökumál í dag og illu heilli berast af og til fréttir af níðingum sem svala fýsnum sínum á saklausum skepnum. Tré hafa hins vegar leikið minna hlutverk í siðferðislegum álitamálum hér á landi undanfarnar aldir. Kannski veldur því sauðkindin, með sinni ofbeit og eyðingu skóga, en það er önnur saga. Ekki veit ég hvort útborað tréverk flokkist undir hjálpartæki ástarlífsins eða munalosta. En hafi klausan í Grágás verið samin að gefnu tilefni má gera því skóna að á landnámsöld hafi þeir verið til sem renndu hýru auga til spýtunnar (af því öðlaðist sögnin „að negla" máski sína yfirfærðu og tvíræðu merkingu). Dæmum áa okkar þó ekki of hart, því kynferðisleg ásælni í hversdagslega nytjahluti virðist þó enn leika lausum hala. Við höfum bara úr forframaðri efnum að velja, þökk sé iðnbyltingunni. Nú í vikunni bannaði ÁTVR til dæmis innflutning á dönsku eplavíni, því á umbúðunum eru litlar teikningar af hálfberum konum. „Skreytingu dósanna er augljóslega ætlað að gera vöruna spennandi og ögrandi á nautnalegan hátt," segir í álitsgerð lögmanns ÁTVR. Og til að bæta gráu ofan á svart heitir vínið Freistni. „Kynferðisleg skírskotun blasir við." Hvernig ber að skilja þetta? Kannski er hugmyndin sú að karlmaður með myndskreytta dós af væmnu eplavíni sé ómótstæðilegur í augum hins kynsins. Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að það sé misskilningur. Eða gera litlar, teiknimyndir af berum konum á áldós það að verkum að sá sem drekkur verður svo frá sér numinn af girnd að þegar vínið fer að hrífa hlýtur hún að leita út? Gagnvart hverjum þá, dósinni? Það á ekki að bjóða syndinni í kaffi, sagði Gunnar í Krossinum og greinilega ekki í glas heldur. Hafi það hins vegar farið fram hjá nokkrum er miðbær Reykjavíkur fullur af jafn fullu fólki allar helgar. Margt þeirra hefur neytt ótæpilegs magns áfengis, keyptu í ÁTVR, í þeim tilgangi einum að fara niður í bæ og finna einhvern til að sofa hjá. Ef ÁTVR vill ekki bera ábyrgð á því að áfengi og kynlíf fari saman, færi betur á því að það hætti einfaldlega að selja áfengi. Það væri að minnsta kosti minni tvískinnungur í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun
Yfirvöldum hefur ætíð verið umhugað um að þegnar þeirra sýni aðhald þegar holdið er annars vegar. Mig minnir að í Grágás megi finna klausu í þá veru að enginn skuli láta saurgast af eigin höndum, ferfættu kvikindi eða boruðu tré. Sjálfsfróun þykir ekki tiltökumál í dag og illu heilli berast af og til fréttir af níðingum sem svala fýsnum sínum á saklausum skepnum. Tré hafa hins vegar leikið minna hlutverk í siðferðislegum álitamálum hér á landi undanfarnar aldir. Kannski veldur því sauðkindin, með sinni ofbeit og eyðingu skóga, en það er önnur saga. Ekki veit ég hvort útborað tréverk flokkist undir hjálpartæki ástarlífsins eða munalosta. En hafi klausan í Grágás verið samin að gefnu tilefni má gera því skóna að á landnámsöld hafi þeir verið til sem renndu hýru auga til spýtunnar (af því öðlaðist sögnin „að negla" máski sína yfirfærðu og tvíræðu merkingu). Dæmum áa okkar þó ekki of hart, því kynferðisleg ásælni í hversdagslega nytjahluti virðist þó enn leika lausum hala. Við höfum bara úr forframaðri efnum að velja, þökk sé iðnbyltingunni. Nú í vikunni bannaði ÁTVR til dæmis innflutning á dönsku eplavíni, því á umbúðunum eru litlar teikningar af hálfberum konum. „Skreytingu dósanna er augljóslega ætlað að gera vöruna spennandi og ögrandi á nautnalegan hátt," segir í álitsgerð lögmanns ÁTVR. Og til að bæta gráu ofan á svart heitir vínið Freistni. „Kynferðisleg skírskotun blasir við." Hvernig ber að skilja þetta? Kannski er hugmyndin sú að karlmaður með myndskreytta dós af væmnu eplavíni sé ómótstæðilegur í augum hins kynsins. Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að það sé misskilningur. Eða gera litlar, teiknimyndir af berum konum á áldós það að verkum að sá sem drekkur verður svo frá sér numinn af girnd að þegar vínið fer að hrífa hlýtur hún að leita út? Gagnvart hverjum þá, dósinni? Það á ekki að bjóða syndinni í kaffi, sagði Gunnar í Krossinum og greinilega ekki í glas heldur. Hafi það hins vegar farið fram hjá nokkrum er miðbær Reykjavíkur fullur af jafn fullu fólki allar helgar. Margt þeirra hefur neytt ótæpilegs magns áfengis, keyptu í ÁTVR, í þeim tilgangi einum að fara niður í bæ og finna einhvern til að sofa hjá. Ef ÁTVR vill ekki bera ábyrgð á því að áfengi og kynlíf fari saman, færi betur á því að það hætti einfaldlega að selja áfengi. Það væri að minnsta kosti minni tvískinnungur í því.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun