Hamilton bensínlaus og sektaður um 1.3 miljónir 12. júní 2010 21:40 Lewis Hamilton í Kanada í dag. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum í dag. Eftir tímatökuna fékk hann 1.3 miljónir í sekt fyrir að stöðva ekki bílinn, heldur láta hann rúlla eftir brautinni, eftir að McLaren liðið bað hann að drepa á vélinni. Hann fékk sekt og var áminntur fyrir tiltækið. Autosport.com greinir frá þessu. McLaren menn báðu hann að drepa á vélinni þar sem hann var nærri bensínlaus og FIA þarf að taka bensínsýni af bílnum eftir keppni, til að kanna lögmæti eldsneytisins. Dómarar voru ekki hrinfir af því að hann stöðvaði ekki bílinn, heldur lét hann bílinn rúlla eftir brautinni, eftir að McLaren liðið bað hann að drepa á vélinn. Málið var líka að hann fór umfram tímann sem mátti við það að koma sér á þjónustusvæðið eftir að tímatöku er lokið. Autosport.com greinir frá þessu. Reglurnar segja að taka verður bensíni af bílum eftir tímatöku og McLaren vildi því ekki að tankurinn tæmdist. En glappaskot Hamilton var að láta bílinn renna sitjandi upp á honum. Hann ýtti svo bílnum í brautinni. Dómarar voru ekki eins hrifnir og áhorfendur af tiltækinu áminntu hann og sektuðu hann um 10.000 dollara eða tæpar 1.3 miljónir íslenskra króna fyrir að mæta of seint. Hamilton ræsir af stað á mýkri dekkjum en Mark Webber og Sebastian Vettel sem eru næstir honum á ráslínu. Hann þarf því að fara fyrr í þjónustuhlé, en ökumenn Red Bull. "Það verður fróðlegt að sjá hvernig gangur mála verður með þjónustuhléin, en ég tel að við séum í bestu mögulegri stöðunni, ekki síst í ljósi úkomu öryggisbílsins", sagði Hamilton sem greinilega býst við óhöppum í mótinu. "Ég nýt þess að vera fremstur á ráslínu. Við munum skoða mismunandi aðferðafræði fyrir kappaksturinn og besta ráðið er að stressa sig ekkert og leggja sig fram." Mótið í Montreal er í beinni útsendingu kl. 15.30 á Stöð 2 Sport á sunnudag. Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum í dag. Eftir tímatökuna fékk hann 1.3 miljónir í sekt fyrir að stöðva ekki bílinn, heldur láta hann rúlla eftir brautinni, eftir að McLaren liðið bað hann að drepa á vélinni. Hann fékk sekt og var áminntur fyrir tiltækið. Autosport.com greinir frá þessu. McLaren menn báðu hann að drepa á vélinni þar sem hann var nærri bensínlaus og FIA þarf að taka bensínsýni af bílnum eftir keppni, til að kanna lögmæti eldsneytisins. Dómarar voru ekki hrinfir af því að hann stöðvaði ekki bílinn, heldur lét hann bílinn rúlla eftir brautinni, eftir að McLaren liðið bað hann að drepa á vélinn. Málið var líka að hann fór umfram tímann sem mátti við það að koma sér á þjónustusvæðið eftir að tímatöku er lokið. Autosport.com greinir frá þessu. Reglurnar segja að taka verður bensíni af bílum eftir tímatöku og McLaren vildi því ekki að tankurinn tæmdist. En glappaskot Hamilton var að láta bílinn renna sitjandi upp á honum. Hann ýtti svo bílnum í brautinni. Dómarar voru ekki eins hrifnir og áhorfendur af tiltækinu áminntu hann og sektuðu hann um 10.000 dollara eða tæpar 1.3 miljónir íslenskra króna fyrir að mæta of seint. Hamilton ræsir af stað á mýkri dekkjum en Mark Webber og Sebastian Vettel sem eru næstir honum á ráslínu. Hann þarf því að fara fyrr í þjónustuhlé, en ökumenn Red Bull. "Það verður fróðlegt að sjá hvernig gangur mála verður með þjónustuhléin, en ég tel að við séum í bestu mögulegri stöðunni, ekki síst í ljósi úkomu öryggisbílsins", sagði Hamilton sem greinilega býst við óhöppum í mótinu. "Ég nýt þess að vera fremstur á ráslínu. Við munum skoða mismunandi aðferðafræði fyrir kappaksturinn og besta ráðið er að stressa sig ekkert og leggja sig fram." Mótið í Montreal er í beinni útsendingu kl. 15.30 á Stöð 2 Sport á sunnudag.
Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira