Vettel og Webber fremstir í tímatökum 17. apríl 2010 07:34 Mark Webber, Sebastian Vettel og Fernando Alonso náðu bestu tímunum í tímatökum í dag. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel og Mark Webber tryggðu Red Bull tvo fremstu staðina á ráslínu á Sjanghæ brautinni í Kína í morgun, þegar tímataka fyrir kappaksturinn á sunnudag fór fram. Það er í annað sinn í fjórum mótum sem liðið nær þessum árangri og Vettel vann það afrek að vera fremstur í þriðja skipti í mótunum fjórum. Sá við Webber og varð liðlega 0.2 sekúndum á undan. Vettel vann síðustu keppni og leiddi tvö fyrstu mótin áður bilaði hjá honum og styrkur hans sem ökumanns er greinilega í hármarki þessa dagana. Fernando Alonso náði þriðja besta tíma á Ferrari bílnum, 0.1 á eftir Webber, en Nico Rosberg gerði enn betur en Michael Schumacher hjá Mercedes og náði fjórða besta tíma. Schumacher náði níunda sæti, en samstarf þeirra félaga hefur verið með afbrigðum gott, þótt yngri ökumaðurinn hafi séð við reynsluboltanum til þeess og ókrýndum konungi Formúlu 1. Jenson Button og Lewis Hamilton á McLaren náði fimmta og sjötta sæti, en Felipe Massa á Ferrari, forystumaður stigamótsins fylgdi þeim fast eftir. Robert Kubica á Renault kom næstur, þá Schumacher og lokasætið í 10 manna úrslitum og á ráslínunni fyllti Adrian Sutil á Force India. Lokastaðan í lokaumferð tímatökunnar 1 S. Vettel Red Bull 1:34.558 2 M. Webber Red Bull 1:34.806 3 F. Alonso Ferrari 1:34.913 4 N. Rosberg Mercedes Grand Prix 1:34.923 5 J. Button McLaren 1:34.979 6 L. Hamilton McLaren 1:35.034 7 F. Massa Ferrari 1:35.180 8 R. Kubica Renault 1:35.364 9 M. Schumacher Mercedes Grand Prix 1:35.646 10 A. Sutil Force India F1 1:35.963 Úr leik t í annarri umferð 11 R. Barrichello Williams 1:35.748 12 J. Alguersuari Scuderia Toro Rosso 1:36.047 13 S. Buemi Scuderia Toro Rosso 1:36.149 14 V. Petrov Renault 1:36.311 15 K. Kobayashi Sauber 1:36.422 16 N. Hulkenberg Williams 1:36.647 17 P. de la Rosa Sauber 1:37.020 Úr leik í þriðju umferð 18 V. Liuzzi Force India F1 1:37.161 19 T. Glock Virgin Racing 1:39.278 20 J. Trulli Lotus F1 1:39.399 21 H. Kovalainen Lotus F1 1:39.520 22 L. Di Grassi Virgin Racing 1:39.783 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel og Mark Webber tryggðu Red Bull tvo fremstu staðina á ráslínu á Sjanghæ brautinni í Kína í morgun, þegar tímataka fyrir kappaksturinn á sunnudag fór fram. Það er í annað sinn í fjórum mótum sem liðið nær þessum árangri og Vettel vann það afrek að vera fremstur í þriðja skipti í mótunum fjórum. Sá við Webber og varð liðlega 0.2 sekúndum á undan. Vettel vann síðustu keppni og leiddi tvö fyrstu mótin áður bilaði hjá honum og styrkur hans sem ökumanns er greinilega í hármarki þessa dagana. Fernando Alonso náði þriðja besta tíma á Ferrari bílnum, 0.1 á eftir Webber, en Nico Rosberg gerði enn betur en Michael Schumacher hjá Mercedes og náði fjórða besta tíma. Schumacher náði níunda sæti, en samstarf þeirra félaga hefur verið með afbrigðum gott, þótt yngri ökumaðurinn hafi séð við reynsluboltanum til þeess og ókrýndum konungi Formúlu 1. Jenson Button og Lewis Hamilton á McLaren náði fimmta og sjötta sæti, en Felipe Massa á Ferrari, forystumaður stigamótsins fylgdi þeim fast eftir. Robert Kubica á Renault kom næstur, þá Schumacher og lokasætið í 10 manna úrslitum og á ráslínunni fyllti Adrian Sutil á Force India. Lokastaðan í lokaumferð tímatökunnar 1 S. Vettel Red Bull 1:34.558 2 M. Webber Red Bull 1:34.806 3 F. Alonso Ferrari 1:34.913 4 N. Rosberg Mercedes Grand Prix 1:34.923 5 J. Button McLaren 1:34.979 6 L. Hamilton McLaren 1:35.034 7 F. Massa Ferrari 1:35.180 8 R. Kubica Renault 1:35.364 9 M. Schumacher Mercedes Grand Prix 1:35.646 10 A. Sutil Force India F1 1:35.963 Úr leik t í annarri umferð 11 R. Barrichello Williams 1:35.748 12 J. Alguersuari Scuderia Toro Rosso 1:36.047 13 S. Buemi Scuderia Toro Rosso 1:36.149 14 V. Petrov Renault 1:36.311 15 K. Kobayashi Sauber 1:36.422 16 N. Hulkenberg Williams 1:36.647 17 P. de la Rosa Sauber 1:37.020 Úr leik í þriðju umferð 18 V. Liuzzi Force India F1 1:37.161 19 T. Glock Virgin Racing 1:39.278 20 J. Trulli Lotus F1 1:39.399 21 H. Kovalainen Lotus F1 1:39.520 22 L. Di Grassi Virgin Racing 1:39.783
Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira