Engar liðsskipanir hjá Red Bull í titilslag Webbers og Vettels 27. október 2010 17:24 Adrian Newey aðalhönnuður Red Bull, Sebastian Vettel, Mark Webber og Christian Horner, yfirmaður liðsins. Mynd: Getty Images/Vladimir Rys Christian Horner, yfirmaður Red Bull segir að liðsskipunum verði ekki beitt hjá liðinu til að hygla að Mark Webber umfram Sebastian Vettel í tveimur síðustu Formúlu 1 mótum ársins. Jafnvel þó Webber sé nær Fernando Alonso hjá Ferrari í stigamóti ökumanna og eigi þannig meiri möguleika á titllinum. Alonso er efstur að stigum með 231 stig, Webber er með 220, Lewis Hamilton hjá McLaren 201, Vettel 206 og Jenson Button hjá McLaren 189. "Við erum með tvo frábæra ökumenn og við munum styðja báða ökumenn jafnt í samræmi við siðareglur Red Bull í íþróttum", sagði Horner á vefsíðu Red Bull samkvæmt frétt á autosport.com. Webber og Vettel féllu báðir úr leik í Suður Kóreu. Webber keyrði á varnarvegg og í veg fyrir Nico Rosberg á Mercedes og báðir féllu úr keppni. Þá bilaði vélin hjá Sebastian Vettel og Renault hefur beðið afsökunar á að það skyldi gerast í hita leiksins. "Við sáum í Kóreu að það er ómögulegt að spá fyrir um hvað gerist hjá ökumönnunum fimm sem eru í samkeppni um titilinn. Þegar tíu hringir voru eftir þá var Sebastian á leið að ná forystu í stigamótinu, en Alonso náði því í hans stað vegna óheppni okkar", sagði Horner. "Þetta var braut sem við vorum búnir að spá að myndi ekki henta okkur, en samt náðum við fyrsta og öðru sæti í tímatökum og eyddum öllum áhyggjum af því að bíllinn yrði ekki góður í rigningu." "Keppnisáætlun okkar og þjónustuhlé voru fyrsta flokks og Sebastian var að gera góða hluti í forystuhlutverkinu. Útkoman var vonbrigði og það var höfðinglegt af Renault að afsaka bilunina opinberlega. En við vinnum saman sem lið og töpum saman og mætum tvíelfdir til leiks í Brasilíu", sagði Horner. Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Red Bull segir að liðsskipunum verði ekki beitt hjá liðinu til að hygla að Mark Webber umfram Sebastian Vettel í tveimur síðustu Formúlu 1 mótum ársins. Jafnvel þó Webber sé nær Fernando Alonso hjá Ferrari í stigamóti ökumanna og eigi þannig meiri möguleika á titllinum. Alonso er efstur að stigum með 231 stig, Webber er með 220, Lewis Hamilton hjá McLaren 201, Vettel 206 og Jenson Button hjá McLaren 189. "Við erum með tvo frábæra ökumenn og við munum styðja báða ökumenn jafnt í samræmi við siðareglur Red Bull í íþróttum", sagði Horner á vefsíðu Red Bull samkvæmt frétt á autosport.com. Webber og Vettel féllu báðir úr leik í Suður Kóreu. Webber keyrði á varnarvegg og í veg fyrir Nico Rosberg á Mercedes og báðir féllu úr keppni. Þá bilaði vélin hjá Sebastian Vettel og Renault hefur beðið afsökunar á að það skyldi gerast í hita leiksins. "Við sáum í Kóreu að það er ómögulegt að spá fyrir um hvað gerist hjá ökumönnunum fimm sem eru í samkeppni um titilinn. Þegar tíu hringir voru eftir þá var Sebastian á leið að ná forystu í stigamótinu, en Alonso náði því í hans stað vegna óheppni okkar", sagði Horner. "Þetta var braut sem við vorum búnir að spá að myndi ekki henta okkur, en samt náðum við fyrsta og öðru sæti í tímatökum og eyddum öllum áhyggjum af því að bíllinn yrði ekki góður í rigningu." "Keppnisáætlun okkar og þjónustuhlé voru fyrsta flokks og Sebastian var að gera góða hluti í forystuhlutverkinu. Útkoman var vonbrigði og það var höfðinglegt af Renault að afsaka bilunina opinberlega. En við vinnum saman sem lið og töpum saman og mætum tvíelfdir til leiks í Brasilíu", sagði Horner.
Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira