Kubica: Fullur sjálfstrausts eftir æfingar 14. maí 2010 09:01 Pólverjinn Robert Kubica á Renault gæti orðið sterkur í keppninni í Mónakó um helgina. Mynd: Getty Images Pólverjinn Robert Kubica á Renault ók vel á æfingu Formúlu 1 keppnisliða í Mónakó í gæt og gæti komið stórliðum McLaren, Ferrari og Mercedes í opna skjöldu í tímatökunni þegar 24 bílar þeysa brautina í kappa við klukkuna á morgun. Renault mun að sögn autosport.com setja nýjan framvæng undir bíl Kubica á morgun og Kubica var borubrattur í samtali við vefsetrið enska. "Það getur allt gerst í Mónakó og hlutirnir geta snúist fljótt. Við vonumst til að bæta jafnvægi bílsins, en brautin er fljót að breytast. Menn verða að hitta á naglann á höfuðið á hverjum tíma og það er ekki auðvelt. Menn verða að meta stöðuna rétt fyrir tímatökuna og fylgjast grannt með aðstæðum", sagði Kubica, sem er einn af þeim ökumönnum sem hefur komið hvað mest á óvart á keppnistímabilinu. Hann var með þriðja og sjötta besta aksturstímann á æfingum í gær. Frí er hjá ökumönnum í Mónakó í dag samkvæmt hefð og hefðbundar föstudagsæfingar fóru í raun fram í gær. Margir ökumenn hafa haft áhyggjur af því að fyrsta umferðin verði erfið í tímatökun á morgun, en þá aka 24 bílar trúlega á svipuðum eða sama tíma og reyna komast í gegnum fyrsta niðurskurðinn. Ekið er í þremur umferðum í tímatökum og tíu fljótustu keppa um bestu stöðu á ráslínu, sem er líklega hvergi mikilvægari en á götum Mónakó. "Ég er fullur stjálfstrausts eftir fyrstu æfingarnar og ég er oftast þannig á götubrautum. Það verður mikilvægt að hitta á rétta tímasetningu í tímatökunni og það gekk þó ágætlega á æfingunum. Strákarnir sem keyra hjá nýju liðunum þurfa að aka og gæta þess líka að vera ekki fyrir. Það verður hvorki auðvelt fyrir þá né okkur. Menn verða bara að fást við aðstæður", sagði Kubica. Þrjú ný lið eru í Formúlu 1 og ökumenn þeirra voru meira en þremur sekúndum hægari í brautinni í Mónakó í hverjum hring á æfingum og verður því vandasamt verk fyrir þá að halda vöku sinni gagnvart öðrum keppendum, auk þess að ná góðum aksturstíma. Tímatakan í Mó hérna.nakó er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30. Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Pólverjinn Robert Kubica á Renault ók vel á æfingu Formúlu 1 keppnisliða í Mónakó í gæt og gæti komið stórliðum McLaren, Ferrari og Mercedes í opna skjöldu í tímatökunni þegar 24 bílar þeysa brautina í kappa við klukkuna á morgun. Renault mun að sögn autosport.com setja nýjan framvæng undir bíl Kubica á morgun og Kubica var borubrattur í samtali við vefsetrið enska. "Það getur allt gerst í Mónakó og hlutirnir geta snúist fljótt. Við vonumst til að bæta jafnvægi bílsins, en brautin er fljót að breytast. Menn verða að hitta á naglann á höfuðið á hverjum tíma og það er ekki auðvelt. Menn verða að meta stöðuna rétt fyrir tímatökuna og fylgjast grannt með aðstæðum", sagði Kubica, sem er einn af þeim ökumönnum sem hefur komið hvað mest á óvart á keppnistímabilinu. Hann var með þriðja og sjötta besta aksturstímann á æfingum í gær. Frí er hjá ökumönnum í Mónakó í dag samkvæmt hefð og hefðbundar föstudagsæfingar fóru í raun fram í gær. Margir ökumenn hafa haft áhyggjur af því að fyrsta umferðin verði erfið í tímatökun á morgun, en þá aka 24 bílar trúlega á svipuðum eða sama tíma og reyna komast í gegnum fyrsta niðurskurðinn. Ekið er í þremur umferðum í tímatökum og tíu fljótustu keppa um bestu stöðu á ráslínu, sem er líklega hvergi mikilvægari en á götum Mónakó. "Ég er fullur stjálfstrausts eftir fyrstu æfingarnar og ég er oftast þannig á götubrautum. Það verður mikilvægt að hitta á rétta tímasetningu í tímatökunni og það gekk þó ágætlega á æfingunum. Strákarnir sem keyra hjá nýju liðunum þurfa að aka og gæta þess líka að vera ekki fyrir. Það verður hvorki auðvelt fyrir þá né okkur. Menn verða bara að fást við aðstæður", sagði Kubica. Þrjú ný lið eru í Formúlu 1 og ökumenn þeirra voru meira en þremur sekúndum hægari í brautinni í Mónakó í hverjum hring á æfingum og verður því vandasamt verk fyrir þá að halda vöku sinni gagnvart öðrum keppendum, auk þess að ná góðum aksturstíma. Tímatakan í Mó hérna.nakó er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30.
Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira