Button hissa á hörðum stigaslag 8. apríl 2010 10:30 Jenson Button hefur fagnað sigri í einu móti af þremur og er meðal þeirra sem eru ofarlega í stigamótinu. Mynd: Getty Images Breski meistarinn Jenson Button kveðst hissa á því hve hörð barátta er um meistaratitilinn í Formúlu 1 í ár. Hann telur að stöðugleiki munu ráða úrslitum, jafnvel þó vægi sigurs gefi mörg aukastig umfram annað sætið. Hann ræddi málin á vefsíðu sinni. Sjö ökumenn eru í þéttum hóp í stigakeppninni. Felipe Massa er með 39 stig, og Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 37, Nico Rosberg og Jenson Button 35 og Lewis Hamilton 31. Þá er Robert Kubica með 30 og þar sem fyrsta sætið gefur 25 stig og annað 18, þá er eftir miklu að slægjast hvað sigur varðar. "Það er jafnt á toppnum og það sýnir sig í fyrstu þremur mótunum að það skiptir máli að vera stöðugur í stigamótinu, ekki bara sá fljótasti", sagði Button. Þrír mismunandi ökumenn hafa unnið í fyrstu þremur mótum ársins. Fyrst varð það Alonso, svo Button og Vettel. "Staðan kemur mér á óvart. Ég er ekki sá eini sem taldi að nýja stigakerfið myndi launa þeim fljótasta, fremur en þeim sem safna stigum á stöðugan hátt. Mér er sagt að staðan á toppnum væri sú sama ef gamla stigakerfið væri notað og það er áhugvert. Ég held að það muni taka nokkur mót að skilja kosti og galla nýja kerfisins. En stöðugleiki skiptir máli." Button telur að hléið sem ökumenn fá núna fram að næsta móti eftir rúma átta daga sé kærkomið og menn geti lagað bíla sína fyrir komandi átök. Sjálfur flaug hann frá Malasíu til Englands til að prófa McLaren bílinn í ökuhermi og ætlar síðan til Japan, að hitta japanska kærustu sína og loks Kína um aðra helgi. "Það sem er skemmtilegast fyrir mig er að ég finn ég er á frábærum bíl, sem ég er enn að læra á og skilja. Ég hlakka til þess sem koma skal í næstu sex eða átta mótum. Þá sjáum við hver staða okkar verður fyrir lokaslaginn um titilinn." Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Breski meistarinn Jenson Button kveðst hissa á því hve hörð barátta er um meistaratitilinn í Formúlu 1 í ár. Hann telur að stöðugleiki munu ráða úrslitum, jafnvel þó vægi sigurs gefi mörg aukastig umfram annað sætið. Hann ræddi málin á vefsíðu sinni. Sjö ökumenn eru í þéttum hóp í stigakeppninni. Felipe Massa er með 39 stig, og Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 37, Nico Rosberg og Jenson Button 35 og Lewis Hamilton 31. Þá er Robert Kubica með 30 og þar sem fyrsta sætið gefur 25 stig og annað 18, þá er eftir miklu að slægjast hvað sigur varðar. "Það er jafnt á toppnum og það sýnir sig í fyrstu þremur mótunum að það skiptir máli að vera stöðugur í stigamótinu, ekki bara sá fljótasti", sagði Button. Þrír mismunandi ökumenn hafa unnið í fyrstu þremur mótum ársins. Fyrst varð það Alonso, svo Button og Vettel. "Staðan kemur mér á óvart. Ég er ekki sá eini sem taldi að nýja stigakerfið myndi launa þeim fljótasta, fremur en þeim sem safna stigum á stöðugan hátt. Mér er sagt að staðan á toppnum væri sú sama ef gamla stigakerfið væri notað og það er áhugvert. Ég held að það muni taka nokkur mót að skilja kosti og galla nýja kerfisins. En stöðugleiki skiptir máli." Button telur að hléið sem ökumenn fá núna fram að næsta móti eftir rúma átta daga sé kærkomið og menn geti lagað bíla sína fyrir komandi átök. Sjálfur flaug hann frá Malasíu til Englands til að prófa McLaren bílinn í ökuhermi og ætlar síðan til Japan, að hitta japanska kærustu sína og loks Kína um aðra helgi. "Það sem er skemmtilegast fyrir mig er að ég finn ég er á frábærum bíl, sem ég er enn að læra á og skilja. Ég hlakka til þess sem koma skal í næstu sex eða átta mótum. Þá sjáum við hver staða okkar verður fyrir lokaslaginn um titilinn."
Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira