McLaren ekkert að svindla í Tyrklandi 8. júní 2010 11:24 Lewis Hamilton og Jenson Button á ferð í mótinu í Tyrklandi. mynd: Getty Images McLaren beitti ekki neinskonar liðsskipunum í tyrkneska kappakstrinum á dögunum til að breyta því hvort Lewis Hamilton eða Jenson Button ynni mótið. Hamilton kom fyrstur í mark á undan Button. Frægt varð í mótinu þegar Mark Webber og Sebastian Vettel klúðruðu því að koma mögulega fyrstir í mark, eftir að þeir lentu í árekstri í 40. hring mótsins. Samkvæmt heimildum autosport.com þá ræddu menn hvað hefði verið í gangi eftir að formula1.com birti myndskeið úr kappakstrinum þar sem Lewis Hamilton er sagt í talkerfinu að hann geti hægt á, án þess að Jenson Button reyni framúrakstur á hann, eftir að Hamilton náði forystu. Slíkt gæti túlkast sem liðsskipun. Liðsskipanir eru bannaðar í Formúlu 1, þar sem hyglað er að öðrum ökumanninum til að breyta stöðu móta. Slíkt er þó haft í huga í lokamótum, þegar meistaratitil er í húfi. Forsvarsmenn McLaren hafa neitað því að skipun um að spara dekk og bensín hafi verið óbein liðsskipun í mótinu. Til marks um stöðu Hamilton þá hafði hann bara bensín í einn hring í viðbót, eftir að hann kom í endamark, svo tæpur var hann. Button fór síðan framúr Hamilton, eftir að Hamilton hafði hægt verulega á í 48. hring í gegnum erfiðan beygjukafla sem reynir mikið á framdekk, en Hamilton sneri á Button á ný með hörku framúrakstri. Hamilton hafði ekið 2,5 sekúndum hægar í þessum hring. Fróðir menn spáðu í hvort hyglað hefði verið að Button með því að segja Hamilton að hann reyndi ekki framúrakstur. Autosport grennslaðist fyrir um hvað hefði verið í gangi og segir að samkvæmt þeirra kokkabókum að engar liðsskipanir hafi verið gefnar um að Button ætti eða ekki að reyna framúrakstur til að breyta því hvor ynni. Menn hafði kannski frekar haft áhyggjur af bensínmagni bílanna á þeirri stundu sem málin voru rædd í talkerfinu. Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
McLaren beitti ekki neinskonar liðsskipunum í tyrkneska kappakstrinum á dögunum til að breyta því hvort Lewis Hamilton eða Jenson Button ynni mótið. Hamilton kom fyrstur í mark á undan Button. Frægt varð í mótinu þegar Mark Webber og Sebastian Vettel klúðruðu því að koma mögulega fyrstir í mark, eftir að þeir lentu í árekstri í 40. hring mótsins. Samkvæmt heimildum autosport.com þá ræddu menn hvað hefði verið í gangi eftir að formula1.com birti myndskeið úr kappakstrinum þar sem Lewis Hamilton er sagt í talkerfinu að hann geti hægt á, án þess að Jenson Button reyni framúrakstur á hann, eftir að Hamilton náði forystu. Slíkt gæti túlkast sem liðsskipun. Liðsskipanir eru bannaðar í Formúlu 1, þar sem hyglað er að öðrum ökumanninum til að breyta stöðu móta. Slíkt er þó haft í huga í lokamótum, þegar meistaratitil er í húfi. Forsvarsmenn McLaren hafa neitað því að skipun um að spara dekk og bensín hafi verið óbein liðsskipun í mótinu. Til marks um stöðu Hamilton þá hafði hann bara bensín í einn hring í viðbót, eftir að hann kom í endamark, svo tæpur var hann. Button fór síðan framúr Hamilton, eftir að Hamilton hafði hægt verulega á í 48. hring í gegnum erfiðan beygjukafla sem reynir mikið á framdekk, en Hamilton sneri á Button á ný með hörku framúrakstri. Hamilton hafði ekið 2,5 sekúndum hægar í þessum hring. Fróðir menn spáðu í hvort hyglað hefði verið að Button með því að segja Hamilton að hann reyndi ekki framúrakstur. Autosport grennslaðist fyrir um hvað hefði verið í gangi og segir að samkvæmt þeirra kokkabókum að engar liðsskipanir hafi verið gefnar um að Button ætti eða ekki að reyna framúrakstur til að breyta því hvor ynni. Menn hafði kannski frekar haft áhyggjur af bensínmagni bílanna á þeirri stundu sem málin voru rædd í talkerfinu.
Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira