McLaren ekkert að svindla í Tyrklandi 8. júní 2010 11:24 Lewis Hamilton og Jenson Button á ferð í mótinu í Tyrklandi. mynd: Getty Images McLaren beitti ekki neinskonar liðsskipunum í tyrkneska kappakstrinum á dögunum til að breyta því hvort Lewis Hamilton eða Jenson Button ynni mótið. Hamilton kom fyrstur í mark á undan Button. Frægt varð í mótinu þegar Mark Webber og Sebastian Vettel klúðruðu því að koma mögulega fyrstir í mark, eftir að þeir lentu í árekstri í 40. hring mótsins. Samkvæmt heimildum autosport.com þá ræddu menn hvað hefði verið í gangi eftir að formula1.com birti myndskeið úr kappakstrinum þar sem Lewis Hamilton er sagt í talkerfinu að hann geti hægt á, án þess að Jenson Button reyni framúrakstur á hann, eftir að Hamilton náði forystu. Slíkt gæti túlkast sem liðsskipun. Liðsskipanir eru bannaðar í Formúlu 1, þar sem hyglað er að öðrum ökumanninum til að breyta stöðu móta. Slíkt er þó haft í huga í lokamótum, þegar meistaratitil er í húfi. Forsvarsmenn McLaren hafa neitað því að skipun um að spara dekk og bensín hafi verið óbein liðsskipun í mótinu. Til marks um stöðu Hamilton þá hafði hann bara bensín í einn hring í viðbót, eftir að hann kom í endamark, svo tæpur var hann. Button fór síðan framúr Hamilton, eftir að Hamilton hafði hægt verulega á í 48. hring í gegnum erfiðan beygjukafla sem reynir mikið á framdekk, en Hamilton sneri á Button á ný með hörku framúrakstri. Hamilton hafði ekið 2,5 sekúndum hægar í þessum hring. Fróðir menn spáðu í hvort hyglað hefði verið að Button með því að segja Hamilton að hann reyndi ekki framúrakstur. Autosport grennslaðist fyrir um hvað hefði verið í gangi og segir að samkvæmt þeirra kokkabókum að engar liðsskipanir hafi verið gefnar um að Button ætti eða ekki að reyna framúrakstur til að breyta því hvor ynni. Menn hafði kannski frekar haft áhyggjur af bensínmagni bílanna á þeirri stundu sem málin voru rædd í talkerfinu. Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
McLaren beitti ekki neinskonar liðsskipunum í tyrkneska kappakstrinum á dögunum til að breyta því hvort Lewis Hamilton eða Jenson Button ynni mótið. Hamilton kom fyrstur í mark á undan Button. Frægt varð í mótinu þegar Mark Webber og Sebastian Vettel klúðruðu því að koma mögulega fyrstir í mark, eftir að þeir lentu í árekstri í 40. hring mótsins. Samkvæmt heimildum autosport.com þá ræddu menn hvað hefði verið í gangi eftir að formula1.com birti myndskeið úr kappakstrinum þar sem Lewis Hamilton er sagt í talkerfinu að hann geti hægt á, án þess að Jenson Button reyni framúrakstur á hann, eftir að Hamilton náði forystu. Slíkt gæti túlkast sem liðsskipun. Liðsskipanir eru bannaðar í Formúlu 1, þar sem hyglað er að öðrum ökumanninum til að breyta stöðu móta. Slíkt er þó haft í huga í lokamótum, þegar meistaratitil er í húfi. Forsvarsmenn McLaren hafa neitað því að skipun um að spara dekk og bensín hafi verið óbein liðsskipun í mótinu. Til marks um stöðu Hamilton þá hafði hann bara bensín í einn hring í viðbót, eftir að hann kom í endamark, svo tæpur var hann. Button fór síðan framúr Hamilton, eftir að Hamilton hafði hægt verulega á í 48. hring í gegnum erfiðan beygjukafla sem reynir mikið á framdekk, en Hamilton sneri á Button á ný með hörku framúrakstri. Hamilton hafði ekið 2,5 sekúndum hægar í þessum hring. Fróðir menn spáðu í hvort hyglað hefði verið að Button með því að segja Hamilton að hann reyndi ekki framúrakstur. Autosport grennslaðist fyrir um hvað hefði verið í gangi og segir að samkvæmt þeirra kokkabókum að engar liðsskipanir hafi verið gefnar um að Button ætti eða ekki að reyna framúrakstur til að breyta því hvor ynni. Menn hafði kannski frekar haft áhyggjur af bensínmagni bílanna á þeirri stundu sem málin voru rædd í talkerfinu.
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira