Formúlu 1 kóngurinn Ecclestone 80 ára og ekki á leið á efirlaun 28. október 2010 16:14 Bernie Ecclestone sést hér með ökumönnunum fimm sem eiga möguleika á meistaratitilinum í Formúlu 1. Myndin var tekinn í Suður Kóreu um síðustu helgi. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Bernie Ecclestone sem oft virðist ráða öllu varðandi Formúlu 1 fagnar 80 ára afmæli sínu í dag, en hann er einn ríkasti maður Bretlands, eftir að hafa breytt Formúlu 1 í eitt vinsælasta sjónvarpsefni heims. Það besta við háan aldur segir Ecclestone að sé að hræðslan við lífstíðarfangelsi er ekki eins sterk og áður vegna aldurs, en hann er mikill húmoristi. Ecclestone starfar hjá fyrirtæki sem á sjónvarpsréttinn og því er stýrt af Ecclestone auk þess sem hann sér um að semja um Formúlu 1 mótshald og fleira tengt því. Hann tilkynnti nýlega um samning við Rússa um mótshald árið 2014 og árið 2012 verður nýtt mót í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Ecclestone hefur oft þótt mjög klókur og útsjónarsamður í viðskiptum, en hann byrjaði starfsferilinn sem sölumaður notaðra bíla og keppti um tíma í kappakstri á bílum og mótorhjólum. En hann hafði meiri áhuga á viðskiptalífinu og kynntist Formúlu 1 þegar hann keypti Brabham Formúlu 1 liðið 1972. Svo æxluðust mál þannig að hann tryggði sér umsjón með sjónvarpsréttinum á Formúlu 1 mótaröðinni og útbreiðsla íþróttarinnar óx stig af stigi undir handleiðslu Ecclestone. Síðar seldi hann fyrirtækið sem sjá um sjónvarpsréttinn til fjárfesta og starfar fyrir þá í dag. Og Ecclestone er ekkert á því að hætta, þó hann sé orðinn áttræður og þurfi að ferðast mikið vegna samningamála. Hann var í Rússlandi á dögunum og síðan í Suður Kóreu um síðustu helgi, þar sem Red Bull menn gáfu honum göngugrind með stýri og vængjum í tilefni afmælisins í dag. En það er engin uppgjöf í Ecclestone varðandi Formúlu 1 og hann þarf enga göngugrind í daglegu lífi. "Að fara á efirlaun... af hverju? Ég þarf á peningunum að halda. Ég hef ekki efni á að hætta", sagði Ecclestone glettinn að vanda í frétt Reuters á Independent co.uk. Oft hefur verið rætt og ritað um mögulegan eftirmann Ecclestone sem stjórnanda þess sem öllu ræður í Formúlu 1. En sá maður virðist vandfundinn, þó nokkrir hafi verið nefndir til sögunnar. "Ég hef ekki áhyggjur af aldrinum. Aldur er afstæður. Ég fer að hlæja þegar fólk talar um að aldurinn færist yfir mig. Ár frá ári. Einn daginn er maður svona gamall, hinn daginn ekki. Þetta er allt bull. Ég er eins og Obama. Horfi fram veginn", sagði Ecclestone. Ecclestone telur að 20 mót verði í Formúli 1 á ársgrundvelli og hann hefur alltaf viljað sjá íþróttina sem heimsíþrótt og Rússland er því rós í hnappagat Ecclestone, auk þess sem nýtt mót var í Suður Kóreu um síðustu helgi. Hann telur að lýðræði gangi ekki alltaf þegar kemur að því að koma hlutum í verk. Einhver þurfi að sjá um að slökkva ljósin í fyrirtækjum, en sjálfur hefur hann verið duglegur að kveikja ljósin um allan heim með Formúlu 1 mótum í nýjum löndum. Ecclstone var giftur Slavicu Radic í nærri 25 ár og þau áttu tvö börn saman, en Ecclestone átti einni barn frá fyrra hjónabandi. Ecclestone og Slavica skildu formlega í mars árið 2009, en hún er 28 árum yngri en Ecclestone. Dagblaðið The Sunday Times gat þess í fyrra að Ecclestone væri talinn 24 ríkasti maður Bretlands og talinn eiga verðmæti upp á 1.466 miljarða sterlingspunda. Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Bernie Ecclestone sem oft virðist ráða öllu varðandi Formúlu 1 fagnar 80 ára afmæli sínu í dag, en hann er einn ríkasti maður Bretlands, eftir að hafa breytt Formúlu 1 í eitt vinsælasta sjónvarpsefni heims. Það besta við háan aldur segir Ecclestone að sé að hræðslan við lífstíðarfangelsi er ekki eins sterk og áður vegna aldurs, en hann er mikill húmoristi. Ecclestone starfar hjá fyrirtæki sem á sjónvarpsréttinn og því er stýrt af Ecclestone auk þess sem hann sér um að semja um Formúlu 1 mótshald og fleira tengt því. Hann tilkynnti nýlega um samning við Rússa um mótshald árið 2014 og árið 2012 verður nýtt mót í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Ecclestone hefur oft þótt mjög klókur og útsjónarsamður í viðskiptum, en hann byrjaði starfsferilinn sem sölumaður notaðra bíla og keppti um tíma í kappakstri á bílum og mótorhjólum. En hann hafði meiri áhuga á viðskiptalífinu og kynntist Formúlu 1 þegar hann keypti Brabham Formúlu 1 liðið 1972. Svo æxluðust mál þannig að hann tryggði sér umsjón með sjónvarpsréttinum á Formúlu 1 mótaröðinni og útbreiðsla íþróttarinnar óx stig af stigi undir handleiðslu Ecclestone. Síðar seldi hann fyrirtækið sem sjá um sjónvarpsréttinn til fjárfesta og starfar fyrir þá í dag. Og Ecclestone er ekkert á því að hætta, þó hann sé orðinn áttræður og þurfi að ferðast mikið vegna samningamála. Hann var í Rússlandi á dögunum og síðan í Suður Kóreu um síðustu helgi, þar sem Red Bull menn gáfu honum göngugrind með stýri og vængjum í tilefni afmælisins í dag. En það er engin uppgjöf í Ecclestone varðandi Formúlu 1 og hann þarf enga göngugrind í daglegu lífi. "Að fara á efirlaun... af hverju? Ég þarf á peningunum að halda. Ég hef ekki efni á að hætta", sagði Ecclestone glettinn að vanda í frétt Reuters á Independent co.uk. Oft hefur verið rætt og ritað um mögulegan eftirmann Ecclestone sem stjórnanda þess sem öllu ræður í Formúlu 1. En sá maður virðist vandfundinn, þó nokkrir hafi verið nefndir til sögunnar. "Ég hef ekki áhyggjur af aldrinum. Aldur er afstæður. Ég fer að hlæja þegar fólk talar um að aldurinn færist yfir mig. Ár frá ári. Einn daginn er maður svona gamall, hinn daginn ekki. Þetta er allt bull. Ég er eins og Obama. Horfi fram veginn", sagði Ecclestone. Ecclestone telur að 20 mót verði í Formúli 1 á ársgrundvelli og hann hefur alltaf viljað sjá íþróttina sem heimsíþrótt og Rússland er því rós í hnappagat Ecclestone, auk þess sem nýtt mót var í Suður Kóreu um síðustu helgi. Hann telur að lýðræði gangi ekki alltaf þegar kemur að því að koma hlutum í verk. Einhver þurfi að sjá um að slökkva ljósin í fyrirtækjum, en sjálfur hefur hann verið duglegur að kveikja ljósin um allan heim með Formúlu 1 mótum í nýjum löndum. Ecclstone var giftur Slavicu Radic í nærri 25 ár og þau áttu tvö börn saman, en Ecclestone átti einni barn frá fyrra hjónabandi. Ecclestone og Slavica skildu formlega í mars árið 2009, en hún er 28 árum yngri en Ecclestone. Dagblaðið The Sunday Times gat þess í fyrra að Ecclestone væri talinn 24 ríkasti maður Bretlands og talinn eiga verðmæti upp á 1.466 miljarða sterlingspunda.
Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira