Fyrrum meistarar spá Webber titlinum 19. maí 2010 09:41 Efstu menn stigamótins hittu Jack Brabham á fyrsta móti ársins í Barein. Mark Webber, Brabham og Vettel stilltu sér upp fyrir myndavélina. Mynd: Getty Images Ástralarnir Jack Brabham og Alan Jones, báðir fyrrum meistarar spáir landa sínum Mark Webber meistaratitilinum í Formúlu 1 ár árinu, eftir tvo sigra hans í röð. Webber vann í Mónakó um helgina og á Spáni vikuna á undan. Webber er efstur og jafn að stigum með 78 stig ásamt Sebastian Vettel, en Webber er efstur vegna fleiri sigra. "Mark getur unnið meistaratitilinn, ég er ekki í nokkrum vafa. Þetta er frábær dagur fyrir Mark og Ástralíu. Mónakó er sögufræg keppni og erfiðasta mótið þar sem engin mistök má gera. Ég fylgdist með keppninni og hann var mjög, mjög góður", sagði Jack Brabham, þrefaldur meistari í Formúlu 1 í samtali við Sydney Morning Herald. Autosport.com greindi frá þessum ummælum Brabhams um Mark Webber. "Hann er efstur í stigamótinu og á titilinn skilið. Það yrði frábært fyrir Ástralíu og hann. Hann á allan minn stuðning og ég er stoltur af honum. Það yrði frábært ef Ástrali ynni titilinn aftur. Ef þú getur unnið í Mónakó, þá getur þú orðið meistari. Ég vona að hann geti það og held að hann verði meistari", sagði Brabham. Landi hans Alan Jones er líka hrifinn af árangri Webbers. "Sigurinn var frábær í Mónakó. Hann náði besta tíma í tímatökum, ræsti vel af stað og stóðst álagið af því að það þurfti að endurræsa mótið nokkrum sinnum. Það er alltaf taugatrekkjandi, því sá sem er í öðru sæti getur stolið sætinu. Hann verður betri og betri og sjálfstraustið eykst. Að vinna Vettel frá ráspól í endamark mun stykrja hann", sagði Jones téðri frétt. Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Ástralarnir Jack Brabham og Alan Jones, báðir fyrrum meistarar spáir landa sínum Mark Webber meistaratitilinum í Formúlu 1 ár árinu, eftir tvo sigra hans í röð. Webber vann í Mónakó um helgina og á Spáni vikuna á undan. Webber er efstur og jafn að stigum með 78 stig ásamt Sebastian Vettel, en Webber er efstur vegna fleiri sigra. "Mark getur unnið meistaratitilinn, ég er ekki í nokkrum vafa. Þetta er frábær dagur fyrir Mark og Ástralíu. Mónakó er sögufræg keppni og erfiðasta mótið þar sem engin mistök má gera. Ég fylgdist með keppninni og hann var mjög, mjög góður", sagði Jack Brabham, þrefaldur meistari í Formúlu 1 í samtali við Sydney Morning Herald. Autosport.com greindi frá þessum ummælum Brabhams um Mark Webber. "Hann er efstur í stigamótinu og á titilinn skilið. Það yrði frábært fyrir Ástralíu og hann. Hann á allan minn stuðning og ég er stoltur af honum. Það yrði frábært ef Ástrali ynni titilinn aftur. Ef þú getur unnið í Mónakó, þá getur þú orðið meistari. Ég vona að hann geti það og held að hann verði meistari", sagði Brabham. Landi hans Alan Jones er líka hrifinn af árangri Webbers. "Sigurinn var frábær í Mónakó. Hann náði besta tíma í tímatökum, ræsti vel af stað og stóðst álagið af því að það þurfti að endurræsa mótið nokkrum sinnum. Það er alltaf taugatrekkjandi, því sá sem er í öðru sæti getur stolið sætinu. Hann verður betri og betri og sjálfstraustið eykst. Að vinna Vettel frá ráspól í endamark mun stykrja hann", sagði Jones téðri frétt.
Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira