Vettel grét af gleði í endamarkinu 14. nóvember 2010 20:47 Sebastian Vettel fagnar liðsfélögum sínum í dag. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel frá Þýskalandi, 23 ára gamall er yngsti Formúlu 1 ökumaðurinn í 60 ára sögu íþróttarinnar. Hann var hrærður þegar hann kom í endamark í Abu Dhabi í dag og grét i talkerfið þegar hann fagnaði sigri, þannig að heyrðist í útsendingu í sjónvarpi. Vettel vann fimm sigra á þessu ári og stóðst Fernando Alonso, Lewis Hamilton, Mark Webber og Jenson Button snúning í mótum ársins, en lengst af voru fimmenningarnir í titilbaráttu. Vettel var í þriðja sæti í stigamótinu fyrir keppnina, en landaði titli með sigri. Alonso þurfti fjórða sætið á eftir Vettel, en varð aðeins sjöundi. "Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá mér og okkur öllum, en ég hafði alltaf trú á sjálfum mér. Ég vissi að ég þyrfti að vinna mótið í dag til að verða meistari og bíllinn var magnaður", sagði Vettel eftir keppnina. "Síðustu 10 hringina var ég að spá í hvað væri í gangi. Tæknimaður minn reyndi að færa mér upplýsingar um stöðuna og gæta þess að ég kæmi bílnum í endamark. Ég var farinn að spá í afhverju hann virtist svona taugatrekktur. Svo sagði hann í rólegheitum þegar ég var kominn í endamark að þetta liti vel út. Ég var að spá í hvað hann væri að meina. Vissi ekkert um stöðuna. Svo öskraði hann á mig að ég væri meistari...", sagði Vettel hrærður. "Við erum með öflugan hóp manna sem hafa náð þessum árangri og stutt með ráð og dáð frá upphafi hjá Red Bull. Tímabilið hefur gengið upp og niður, en að koma hérna og ná þessu marki er ótrúlegt. Ég vil bara þakka fyrir mig og líka þakka þeim sem studdu ferill minn á yngri árum", sagði Vettel. Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sebastian Vettel frá Þýskalandi, 23 ára gamall er yngsti Formúlu 1 ökumaðurinn í 60 ára sögu íþróttarinnar. Hann var hrærður þegar hann kom í endamark í Abu Dhabi í dag og grét i talkerfið þegar hann fagnaði sigri, þannig að heyrðist í útsendingu í sjónvarpi. Vettel vann fimm sigra á þessu ári og stóðst Fernando Alonso, Lewis Hamilton, Mark Webber og Jenson Button snúning í mótum ársins, en lengst af voru fimmenningarnir í titilbaráttu. Vettel var í þriðja sæti í stigamótinu fyrir keppnina, en landaði titli með sigri. Alonso þurfti fjórða sætið á eftir Vettel, en varð aðeins sjöundi. "Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá mér og okkur öllum, en ég hafði alltaf trú á sjálfum mér. Ég vissi að ég þyrfti að vinna mótið í dag til að verða meistari og bíllinn var magnaður", sagði Vettel eftir keppnina. "Síðustu 10 hringina var ég að spá í hvað væri í gangi. Tæknimaður minn reyndi að færa mér upplýsingar um stöðuna og gæta þess að ég kæmi bílnum í endamark. Ég var farinn að spá í afhverju hann virtist svona taugatrekktur. Svo sagði hann í rólegheitum þegar ég var kominn í endamark að þetta liti vel út. Ég var að spá í hvað hann væri að meina. Vissi ekkert um stöðuna. Svo öskraði hann á mig að ég væri meistari...", sagði Vettel hrærður. "Við erum með öflugan hóp manna sem hafa náð þessum árangri og stutt með ráð og dáð frá upphafi hjá Red Bull. Tímabilið hefur gengið upp og niður, en að koma hérna og ná þessu marki er ótrúlegt. Ég vil bara þakka fyrir mig og líka þakka þeim sem studdu ferill minn á yngri árum", sagði Vettel.
Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira