Red Bull vill varna deilum ökumanna 31. maí 2010 09:44 Sebastian Vettel vandar ekki Mark Webber kveðjurnar eftir áresktur þeirra í Istanbúl í gær. Mynd: Getty Images Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull liðsins segir í samtali við autosport.com að hann vilji varna því að Mark Webber og Sebastian Vettel verði ósáttir hvor við annan eftir áreksturinn í Formúlu 1 mótinu í Istanbúl í gær. Þeir lentu í árekstri þegar þeir voru í forystuhlutverki, Vettel féll úr leik, en Webber náði að klára mótið í þriðja sæti. Webber hafði verið á undan Vettel, sem vildi komast framúr. Hvorugur vill viðurkenna að hafa verið valdur að árekstrinum og innan liðsins eru menn ekki sammála um hvor átti sökina. Einhverjir fjölmiðlar halda því fram að Red Bull vilji hygla að Vettel, en kapparnir tveir voru jafnir í stigamótinu í efsta sæti fyrir keppnina í Istanbúl. Horner segist ætla að lægja allar öldur sem kunna að vera til staðar. "Það sem er mikilvægast er að ræða þetta á opinskáan hátt og það munum við gera. Það eru engin leiðindi á milli ökumanna okkar. Þeir eru báðir kappsfullir og eins og hungruð dýr og það er okkar verk að sjá til þess að svona hendi ekki aftur", sagði Horner í samtali við autosport.com. "Báðir ökumenn þurfa skoða málið vel og læra af því. Þeir eru fulltrúar Red Bull og vita hvað þetta hefur kostað liðið og þá sjálfa í stigamótinu. Þeir hefði ekki þurft að upplifa þetta og hefðu átt að vinna hlutina saman. Hvorgur gaf eftir og því fór sem fór", sagði Horner. Webber er enn í stigaforystu í keppni ökumanna, en Jenson Button og Lewis Hamilton hafa færst nær, þar sem þeir unnu tvöfalt fyrir McLaren. Webber er með 93 stig, Button 88 og Hamilton 84. Vettel féll í fimmta sætið á eftir Fernando Alonso með 78 stig á móti 79 stigum Alonso. Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull liðsins segir í samtali við autosport.com að hann vilji varna því að Mark Webber og Sebastian Vettel verði ósáttir hvor við annan eftir áreksturinn í Formúlu 1 mótinu í Istanbúl í gær. Þeir lentu í árekstri þegar þeir voru í forystuhlutverki, Vettel féll úr leik, en Webber náði að klára mótið í þriðja sæti. Webber hafði verið á undan Vettel, sem vildi komast framúr. Hvorugur vill viðurkenna að hafa verið valdur að árekstrinum og innan liðsins eru menn ekki sammála um hvor átti sökina. Einhverjir fjölmiðlar halda því fram að Red Bull vilji hygla að Vettel, en kapparnir tveir voru jafnir í stigamótinu í efsta sæti fyrir keppnina í Istanbúl. Horner segist ætla að lægja allar öldur sem kunna að vera til staðar. "Það sem er mikilvægast er að ræða þetta á opinskáan hátt og það munum við gera. Það eru engin leiðindi á milli ökumanna okkar. Þeir eru báðir kappsfullir og eins og hungruð dýr og það er okkar verk að sjá til þess að svona hendi ekki aftur", sagði Horner í samtali við autosport.com. "Báðir ökumenn þurfa skoða málið vel og læra af því. Þeir eru fulltrúar Red Bull og vita hvað þetta hefur kostað liðið og þá sjálfa í stigamótinu. Þeir hefði ekki þurft að upplifa þetta og hefðu átt að vinna hlutina saman. Hvorgur gaf eftir og því fór sem fór", sagði Horner. Webber er enn í stigaforystu í keppni ökumanna, en Jenson Button og Lewis Hamilton hafa færst nær, þar sem þeir unnu tvöfalt fyrir McLaren. Webber er með 93 stig, Button 88 og Hamilton 84. Vettel féll í fimmta sætið á eftir Fernando Alonso með 78 stig á móti 79 stigum Alonso.
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira