Hamilton: Tvísýn barátta um titilinn 1. nóvember 2010 16:57 Lewis Hamilton er í þriðja sæti í sitgamóti ökumanna, en tvö mót eru eftir á tímabilinu. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Bretinn Lewis Hamilton er einn af fimm sem á enn möguleika á meistaratitili í Formúlu 1, en hann er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Fernando Alonso og Sebastian Vettel. Þeir keppa í Brasilíu um næstu helgi, þar sem hafa skipst á skin og skúrir hjá Hamilton. Tvö mót eru eftir á tímabilinu. Fyrst er keppt í Brasilíu um helgina og síðan í Abu Dhabi viku síðar. "'Eg virðist alltaf upplifa einstaka hluti í Brasilíu. Á fyrsta ári mínu í Formúlu 1 komst ég í sjöunda sæti eftir baráttu við marga keppendur og tapaði meistaratitilinum. Árið eftir var erfitt mót, en ég náði fimmta sæti í síðasta hringi og vann meistaratitilinn", sagði Hamilton í tilkynningu frá McLaren sem birtist á autosport.com. "Á síðasta ári gekk ekkert í tímatökum. Ég var sautjándi á ráslínu og notðai KERS búnaðinn til að spyrna mér áfram í mótinu og upp í þriðja sæti. Það var eitt mitt besta mót um ævina. Ég vona að mótið í ár verði ekki eins átakamikið...", sagði Hamilton. "Við förum til Brasilíu og vitum að við erum ekki með sneggasta bílinn, en góðan engu að síður. Við erum með öfluga vél og góðan hámarkshraða. Það ætti að gera okkur færi á framúrakstri í fyrstu beygju, sem er trúlega besti staðurinn til að reyna slíkt." "'Ég veit að meistaratitilinn er það sem allir hugsa um núna, en ég hugsa ekki svo mikið um hann. Við verðum að ná hagstæðum úrslitum í Brasilíu til að geta barist um titilinn í Abu Dhabi. Það er í forgangi hjá mér. Hvað sem gerist. Þá verður baráttan tvísýn", sagði Hamilton. Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er einn af fimm sem á enn möguleika á meistaratitili í Formúlu 1, en hann er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Fernando Alonso og Sebastian Vettel. Þeir keppa í Brasilíu um næstu helgi, þar sem hafa skipst á skin og skúrir hjá Hamilton. Tvö mót eru eftir á tímabilinu. Fyrst er keppt í Brasilíu um helgina og síðan í Abu Dhabi viku síðar. "'Eg virðist alltaf upplifa einstaka hluti í Brasilíu. Á fyrsta ári mínu í Formúlu 1 komst ég í sjöunda sæti eftir baráttu við marga keppendur og tapaði meistaratitilinum. Árið eftir var erfitt mót, en ég náði fimmta sæti í síðasta hringi og vann meistaratitilinn", sagði Hamilton í tilkynningu frá McLaren sem birtist á autosport.com. "Á síðasta ári gekk ekkert í tímatökum. Ég var sautjándi á ráslínu og notðai KERS búnaðinn til að spyrna mér áfram í mótinu og upp í þriðja sæti. Það var eitt mitt besta mót um ævina. Ég vona að mótið í ár verði ekki eins átakamikið...", sagði Hamilton. "Við förum til Brasilíu og vitum að við erum ekki með sneggasta bílinn, en góðan engu að síður. Við erum með öfluga vél og góðan hámarkshraða. Það ætti að gera okkur færi á framúrakstri í fyrstu beygju, sem er trúlega besti staðurinn til að reyna slíkt." "'Ég veit að meistaratitilinn er það sem allir hugsa um núna, en ég hugsa ekki svo mikið um hann. Við verðum að ná hagstæðum úrslitum í Brasilíu til að geta barist um titilinn í Abu Dhabi. Það er í forgangi hjá mér. Hvað sem gerist. Þá verður baráttan tvísýn", sagði Hamilton.
Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira