Hamilton ánægður með spretthörkuna 26. mars 2010 16:39 Það er nákvæmnisverk að keppa í Formúlu 1, en Hamilton ræsir af stað kl. 06.00 á sunnudag í kappaksturinn Bretinn Lewis Hamilton er hamingjusamur með McLaren fák sinn eftir æfingar föstudagsins. Hann náði besta tíma á undan Jenson Button, liðsfélaga sínum á seinni æfingunni, en Robert Kubica var fljótari á þeirri fyrri. Kappaksturinn á sunnudag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 05.30 og verður hann endursýndur kkl. 12.00. "Við erum ofar en við væntum og klifrum stigann hratt, en ég held við séum aðeins á eftir hvað raunhraða varðar. Við vonum að þessi braut henti betur, þannig að við náum hagstæðari úrslitum en síðast", sagði Hamilton, sem varð þriðji í fyrsta mótinu í Barein á eftir Ferrari mönnum. "Ég tel að keppnishraði bílsins sé góður og með mikið bensín um borð eins og í keppni þá virkar hann vel, allavega hjá mér. Þá skiptir máli að nota dekkin rétt. Það er mikilvægast að ná góðum árangri í tímatökunni og ná því mesta út úr bílnum í einum hring. Tímatakan skiptir meira máli núna en áður." "Við höfum unnið mikla vinnu í ökuhermi til að finna út afhverju bíllinn er ekki eins góður þegar hann er bensínléttur og í keppni. Við náðum þessum vel á æfingu í dag og náðum að breyta bílnum þó brautin væri ekki hröð og mér leið vel með bílinn í bleytunni. Við ættum að geta slegist við þá hröðustu. Bæði ég og Button erum spenntur með virkni bílsins." Hamilton telur sig ekki hafa neina auka þekkingu á McLaren bílinn umfram Button, þó hann sé búinn að vera hjá liðinu lengur. Button byrjaði á þessu ári. "Bíllinn er nýr og algjörlega ólíkur bíl síðasta árs. Afturendinn lætur vel af stjórn, en það hefur verið vandmál með yfirstýringu hjá McLaren í síðustu bílum. Þessi hegðun er ný af nálinni fyrir okkur báða og hvorugur hefur neitt umfram hinn varðandi þekkingu á slíkum aksturseiginleikum. Við munum skiptast á að gera betur vænti ég á árinu." Flestir búast við sömu keppnisáætlun og voru i gangi í Barein, en þar tóku menn aðeins eitt þjónustuhlé. Svo er alltaf hætt við því að öryggisbíllinn komi út í Melbourne, sem getur breytt gangi mála. "Ég hef ekki trú á því að það verði nein breyting frá Barein. Það verður aðeins eitt hlé, en ég veit ekki hvað gæjarnir gera ef öryggisbíll kemur út. Ég verð að fá leiðbeiningar um það, en vonandi kemur öryggisbíllinn ekki út. Ég stefni á sigur í mótinu og vonandi verðum við í stöðu til að fylgja því eftir." Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er hamingjusamur með McLaren fák sinn eftir æfingar föstudagsins. Hann náði besta tíma á undan Jenson Button, liðsfélaga sínum á seinni æfingunni, en Robert Kubica var fljótari á þeirri fyrri. Kappaksturinn á sunnudag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 05.30 og verður hann endursýndur kkl. 12.00. "Við erum ofar en við væntum og klifrum stigann hratt, en ég held við séum aðeins á eftir hvað raunhraða varðar. Við vonum að þessi braut henti betur, þannig að við náum hagstæðari úrslitum en síðast", sagði Hamilton, sem varð þriðji í fyrsta mótinu í Barein á eftir Ferrari mönnum. "Ég tel að keppnishraði bílsins sé góður og með mikið bensín um borð eins og í keppni þá virkar hann vel, allavega hjá mér. Þá skiptir máli að nota dekkin rétt. Það er mikilvægast að ná góðum árangri í tímatökunni og ná því mesta út úr bílnum í einum hring. Tímatakan skiptir meira máli núna en áður." "Við höfum unnið mikla vinnu í ökuhermi til að finna út afhverju bíllinn er ekki eins góður þegar hann er bensínléttur og í keppni. Við náðum þessum vel á æfingu í dag og náðum að breyta bílnum þó brautin væri ekki hröð og mér leið vel með bílinn í bleytunni. Við ættum að geta slegist við þá hröðustu. Bæði ég og Button erum spenntur með virkni bílsins." Hamilton telur sig ekki hafa neina auka þekkingu á McLaren bílinn umfram Button, þó hann sé búinn að vera hjá liðinu lengur. Button byrjaði á þessu ári. "Bíllinn er nýr og algjörlega ólíkur bíl síðasta árs. Afturendinn lætur vel af stjórn, en það hefur verið vandmál með yfirstýringu hjá McLaren í síðustu bílum. Þessi hegðun er ný af nálinni fyrir okkur báða og hvorugur hefur neitt umfram hinn varðandi þekkingu á slíkum aksturseiginleikum. Við munum skiptast á að gera betur vænti ég á árinu." Flestir búast við sömu keppnisáætlun og voru i gangi í Barein, en þar tóku menn aðeins eitt þjónustuhlé. Svo er alltaf hætt við því að öryggisbíllinn komi út í Melbourne, sem getur breytt gangi mála. "Ég hef ekki trú á því að það verði nein breyting frá Barein. Það verður aðeins eitt hlé, en ég veit ekki hvað gæjarnir gera ef öryggisbíll kemur út. Ég verð að fá leiðbeiningar um það, en vonandi kemur öryggisbíllinn ekki út. Ég stefni á sigur í mótinu og vonandi verðum við í stöðu til að fylgja því eftir."
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira