Vettel valinn kappakstursökumaður ársins 6. desember 2010 20:25 Sebastian Vettel hefur komið víða við eftir að hann landaði meistaratitlinum og er hér að undirrita fyrir aðdáendur við Branderborgarhliðið í Berlín á dögunum. Mynd: Boris Streubel/Bongarts/Getty Im Tímaritið Autosport valdi Sebastian Vettel sem kappakstursökumann ársins á árlegu hófi í London á sunnudagskvöld. Tímaritið velur menn ársins í ýmsum greinum akstursþrótta í samvinnu við lesendur sína, en tímaritið rekur einnig autosport.com, sem er einn vinsælasti fréttavefurinn um íþróttina. Japaninn Kamui Kobayashi var valinn nýliði ársins í kjörinu, en hann ók sitt fyrsta heila Formúlu 1 tímabil og Rubens Barrichello fékk sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt til Formúlu 1. Samskonar verðlaun og Barrichello fékk Jackie Stewart, fyrrum Formúlu 1 ökumaður. "Þetta hefur verið þreytandi mánuður, en líka spennandi og hjólin eru ekki hætt að snúast", sagði Vettel á afhendingunni, sem hefur verið á þeytingi frá því hann tryggði sér meistaratitilinn í Abu Dhabi. Vettel sagði að tiltrú Red Bull liðsins hafi skipt sköpum á árinu í samtali við autosport.com. "Við byrjuðum ekki tímabilið með liði sem í var fullt af meisturum, en við vorum með lið sem vann meistaratitilinn engu að síður. Á næsta ári verðum við með lið með meisturum og þurfum lið sem er sigurlið á ný. Það þarf slíka stefnu og markmið." "Það er mikilvægt að hætta ekki að starfa, eða halda að við getum gert það sama á næsta ári og í ár. Við verðum að taka framförum, verða betri og sterkari." Vettel sagðist hlakka til næsta keppnistímabils og að smíði nýja bílsins væri skammt undan. Hann sagðist eftir að finna tíma til að róa sig niður eftir allan hasarinn síðustu vikurnar, en hann kæmist brátt í rétta gírinn og færi að hlakka til nýs keppnistímabils. Hann var mjög stoltur af vali Autosport af sér sem kappakstursmanni ársins. "Þetta er í fyrsta skipti sem ég er á Autosport afhendingunni og ég kom til að ná í bikarinn. Þetta er mjög, mjög sérstakt. Ég vonaðist til að fá hann og sé í huga mér kappa eins og (Ayrton) Senna sem hafa fengið hann. Þannig að þetta er mikill heiður", sagði Vettel. Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Tímaritið Autosport valdi Sebastian Vettel sem kappakstursökumann ársins á árlegu hófi í London á sunnudagskvöld. Tímaritið velur menn ársins í ýmsum greinum akstursþrótta í samvinnu við lesendur sína, en tímaritið rekur einnig autosport.com, sem er einn vinsælasti fréttavefurinn um íþróttina. Japaninn Kamui Kobayashi var valinn nýliði ársins í kjörinu, en hann ók sitt fyrsta heila Formúlu 1 tímabil og Rubens Barrichello fékk sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt til Formúlu 1. Samskonar verðlaun og Barrichello fékk Jackie Stewart, fyrrum Formúlu 1 ökumaður. "Þetta hefur verið þreytandi mánuður, en líka spennandi og hjólin eru ekki hætt að snúast", sagði Vettel á afhendingunni, sem hefur verið á þeytingi frá því hann tryggði sér meistaratitilinn í Abu Dhabi. Vettel sagði að tiltrú Red Bull liðsins hafi skipt sköpum á árinu í samtali við autosport.com. "Við byrjuðum ekki tímabilið með liði sem í var fullt af meisturum, en við vorum með lið sem vann meistaratitilinn engu að síður. Á næsta ári verðum við með lið með meisturum og þurfum lið sem er sigurlið á ný. Það þarf slíka stefnu og markmið." "Það er mikilvægt að hætta ekki að starfa, eða halda að við getum gert það sama á næsta ári og í ár. Við verðum að taka framförum, verða betri og sterkari." Vettel sagðist hlakka til næsta keppnistímabils og að smíði nýja bílsins væri skammt undan. Hann sagðist eftir að finna tíma til að róa sig niður eftir allan hasarinn síðustu vikurnar, en hann kæmist brátt í rétta gírinn og færi að hlakka til nýs keppnistímabils. Hann var mjög stoltur af vali Autosport af sér sem kappakstursmanni ársins. "Þetta er í fyrsta skipti sem ég er á Autosport afhendingunni og ég kom til að ná í bikarinn. Þetta er mjög, mjög sérstakt. Ég vonaðist til að fá hann og sé í huga mér kappa eins og (Ayrton) Senna sem hafa fengið hann. Þannig að þetta er mikill heiður", sagði Vettel.
Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira