Snilli Newey gæfa Red Bull 21. maí 2010 15:14 Adrian Newey með Mark Webber og Sebastian Vettel á verðaunapallinum í Malasíu, en þeir hafa forystu í stigamóti ökumanna og Red Bull´ i keppni bílasmiða. Mynd: Getty Images Frank Williams, eigandi Williams liðsins telur að erfitt verði fyrir keppinauta Red Bull að skáka liðinu í ár. Adrian Newey hafi hannað afburðarbíl undir þá Mark Webber og Sebastian Vettel. Williams réði Newey til starfa árið 1990 og vann með honum til 1995. Hann vann síðan með McLaren áður en hann skipti til Red Bull, sem þá var lítið lið að taka sín frumspor í Formúlu 1. "Það var ljóst þegar hann vann hjá okkur að hann vissi hvað hann var að gera. Það fór ekkert drasl í prófun í vindgöngum. Hann er með náttúrulega hæfileika", sagði Williams í samtali við autosport.com. Webber og Vettel eru í efsta sæti stigamótsins, en Webber hefur unnið tvö síðustu móti og af talsverðu öryggi. Newey er hógvær varðandi velgengi liðsins. "Liðið hefur náð stórgóðum árangri og mikilvægt að við höldum slagkraftinum. Ég er hættur að spá fyrir um á hvaða brautum bíll okkar er góður og ekki. Við höfum reynst fljótir alls staðar", sagði Newey "Það hafa verið miklar reglubreytingar í gangi og það sýndi sig í fyrra á bíllinn sem er fljótastur í upphafi, þarf ekki endilega að vera sá fljótasti í lok ársins. Við verðum í það minnsta að vera jafnfljótir og keppinautarnir" sagði Newey við Autosport. Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Frank Williams, eigandi Williams liðsins telur að erfitt verði fyrir keppinauta Red Bull að skáka liðinu í ár. Adrian Newey hafi hannað afburðarbíl undir þá Mark Webber og Sebastian Vettel. Williams réði Newey til starfa árið 1990 og vann með honum til 1995. Hann vann síðan með McLaren áður en hann skipti til Red Bull, sem þá var lítið lið að taka sín frumspor í Formúlu 1. "Það var ljóst þegar hann vann hjá okkur að hann vissi hvað hann var að gera. Það fór ekkert drasl í prófun í vindgöngum. Hann er með náttúrulega hæfileika", sagði Williams í samtali við autosport.com. Webber og Vettel eru í efsta sæti stigamótsins, en Webber hefur unnið tvö síðustu móti og af talsverðu öryggi. Newey er hógvær varðandi velgengi liðsins. "Liðið hefur náð stórgóðum árangri og mikilvægt að við höldum slagkraftinum. Ég er hættur að spá fyrir um á hvaða brautum bíll okkar er góður og ekki. Við höfum reynst fljótir alls staðar", sagði Newey "Það hafa verið miklar reglubreytingar í gangi og það sýndi sig í fyrra á bíllinn sem er fljótastur í upphafi, þarf ekki endilega að vera sá fljótasti í lok ársins. Við verðum í það minnsta að vera jafnfljótir og keppinautarnir" sagði Newey við Autosport.
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira