Barátta Sutil og Hamilton vakti athygli og Force India verðlaunað 7. apríl 2010 09:41 Adrian Sutil og Lewis Hamilton er vel til vina utan brautar, en harðir keppnismenn innan hennar. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Adrian Sutil hjá Force India náði fimmta sæti í Malasíu um helgina og barðist um sætið við vin sinn Lewis Hamilton hjá McLaren. Force India hefur vaxið ásmeginn, en í gær fékk Force India liðið að auki verðlaun fyrir athyglisverðasta atvikið í Formúlu 1 árið 2009. Netkosning tímaritsins F1 og FOTA, samtaka keppnisliða færði þeim viðurkenningu frá LG sjónvarpsframleiðandanum fyrir mikinn baráttuhug og góðan árangur á Spa brautinni í Belgíu í fyrra. Þá náði Giancarlo Fisichella besta tíma í tímatökum og varð annar í mótinu á eftir Kimi Raikkönen. En slagur Sutil og Hamilton vakti mikla athygli og barátta þeirra var mikið sýnd í sjónvarpinu á sunnudaginn. ,, Já. Það var gott mál. Liðið á skilið að vera eitt af þeim sem fylgst er með. Ég barðist við Hamilton í 20 hringi um fimmta sætið og það var virkilega spennandi. Ég gerði engin mistök og það var ekki sjéns fyrir hann að komast framúr, þó McLaren bíllinn sé einn sá fljótasti. Ég naut þess vel og ég held að Hamilton hafi líka gert það!", sagði Sutil á f1.com. ,,Ég þurfti á þessum árangri að halda. Við höfum verið samkeppnisfærir, en höfum horfið á braut án nokkurs árangurs og það var erfitt að upplifa. Það gekk allt upp í tímatökum og í kappakstrinum." Hamilton og Sutil áttust við í Formúlu 3 á árum áður og aðspurður um hvort helgin minni á þá daga sagði Sutil. ,,Já, aðeins. Það er alltaf gott að hitta Hamilton. Við þekkjumst vel, en það er engin vinskapur í brautinni. Hann kemur aftur eftir köflótta flaggið. Við virðum þó hvorn annan í brautinni." Sutil telur að Force India verði í baráttunni við Renault, en liðið sé kannski 0.1 sekúndu í hring hægari. Robert Kubica varð í fjórða sæti á undan Sutil í síðustu keppni. Sutil telur að Force India verði að skoða hvernig bíllinn er að virka í startinu, en eitthvað vandamál hefur verið með virkni kúplingar bílsins í ræsingunni. Sutil finnst ekki ónýtt að vera framar en Michael Schumacher í stigamótinu, en hann er með 10 stig á móti 9 Schumachers. ,,Það er ekki slæmt, en Mercedes er þó í betri málum og Schumacher gekk illa á sunnudaginn. En það er gott að geta keppt við stóru liðin. Það er ekki auðvelt, en við verðum að grípa tækifærið. Ég vil ná árangri í næsta móti, í Kína á ný!", sagði Sutil. Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Þjóðverjinn Adrian Sutil hjá Force India náði fimmta sæti í Malasíu um helgina og barðist um sætið við vin sinn Lewis Hamilton hjá McLaren. Force India hefur vaxið ásmeginn, en í gær fékk Force India liðið að auki verðlaun fyrir athyglisverðasta atvikið í Formúlu 1 árið 2009. Netkosning tímaritsins F1 og FOTA, samtaka keppnisliða færði þeim viðurkenningu frá LG sjónvarpsframleiðandanum fyrir mikinn baráttuhug og góðan árangur á Spa brautinni í Belgíu í fyrra. Þá náði Giancarlo Fisichella besta tíma í tímatökum og varð annar í mótinu á eftir Kimi Raikkönen. En slagur Sutil og Hamilton vakti mikla athygli og barátta þeirra var mikið sýnd í sjónvarpinu á sunnudaginn. ,, Já. Það var gott mál. Liðið á skilið að vera eitt af þeim sem fylgst er með. Ég barðist við Hamilton í 20 hringi um fimmta sætið og það var virkilega spennandi. Ég gerði engin mistök og það var ekki sjéns fyrir hann að komast framúr, þó McLaren bíllinn sé einn sá fljótasti. Ég naut þess vel og ég held að Hamilton hafi líka gert það!", sagði Sutil á f1.com. ,,Ég þurfti á þessum árangri að halda. Við höfum verið samkeppnisfærir, en höfum horfið á braut án nokkurs árangurs og það var erfitt að upplifa. Það gekk allt upp í tímatökum og í kappakstrinum." Hamilton og Sutil áttust við í Formúlu 3 á árum áður og aðspurður um hvort helgin minni á þá daga sagði Sutil. ,,Já, aðeins. Það er alltaf gott að hitta Hamilton. Við þekkjumst vel, en það er engin vinskapur í brautinni. Hann kemur aftur eftir köflótta flaggið. Við virðum þó hvorn annan í brautinni." Sutil telur að Force India verði í baráttunni við Renault, en liðið sé kannski 0.1 sekúndu í hring hægari. Robert Kubica varð í fjórða sæti á undan Sutil í síðustu keppni. Sutil telur að Force India verði að skoða hvernig bíllinn er að virka í startinu, en eitthvað vandamál hefur verið með virkni kúplingar bílsins í ræsingunni. Sutil finnst ekki ónýtt að vera framar en Michael Schumacher í stigamótinu, en hann er með 10 stig á móti 9 Schumachers. ,,Það er ekki slæmt, en Mercedes er þó í betri málum og Schumacher gekk illa á sunnudaginn. En það er gott að geta keppt við stóru liðin. Það er ekki auðvelt, en við verðum að grípa tækifærið. Ég vil ná árangri í næsta móti, í Kína á ný!", sagði Sutil.
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira