Webber og Vettel frjálst að keppa innbyrðis um titilinn 11. nóvember 2010 18:47 Mark Webber og Sebastian Vettel voru í fyrsta og öðru sæti í síðustu keppni á Red Bull og tryggðu liði sínu meistaratitil bílasmiða. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Stjórar Red Bull liðsins hafa gefið Mark Webber og Sebastian Vettel grænt ljós á að keppa sín á milli um meistaratitilinn, auk þess að keppa við Fernando Alonso og Lewis Hamilton. Mikið hefur verið spáð í hvort Red Bull myndi beita liðsskipunum til að auka möguleika ökumanna sinna, en það verður ekki gert. "Það er í forgangi hjá okkur að ökumenn taki á öllu sem þeir eiga. Við höfum landað meistaratitli bílasmiða og það væri frábært að ná titli ökumanna líka. Það skiptir okkur ekki máli hvor þeirra verður meistari. Þeir eiga báðir titilinn skilinn", sagði Horner í frétt á autosport.com. Webber er 8 stigum á eftir Alonso, sem er efstur í stigamótinu, en Vettel er 15 stigum á eftir. "Ég held að það myndi ekki skipta máli þó við segðum þeim að keppa ekki gegn hvor öðrum, sem við munum ekki gera. Þeir vita að þeir þurfa að komast á leiðarenda, því Alonso er með fleiri stig, en þeir myndu slást hvort sem er." "Við erum í þeirri stöðu að tveir ökumenn geta orðið meistarar og Mark er í betri stöðu, en báðir geta þeir landað titlinum. Við munum styðja þá jafnt og markmið beggja er að vinna mótið." "Við getum ekki stjórnað því hvað keppinautar okkar gera, en markmið beggja okkar er að vinna mótið. Ef í ljós kemur að annar getur ekki unnið mótið og getur hjálpað hinum, þá væri það hans val. Ég geri ráð fyrir að báðir ökumenn viti að þeir aka fyrir gott lið og spila með liðinu og munu liðsinna hvor öðrum ef sú staða kemur upp", sagði Horner. Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Stjórar Red Bull liðsins hafa gefið Mark Webber og Sebastian Vettel grænt ljós á að keppa sín á milli um meistaratitilinn, auk þess að keppa við Fernando Alonso og Lewis Hamilton. Mikið hefur verið spáð í hvort Red Bull myndi beita liðsskipunum til að auka möguleika ökumanna sinna, en það verður ekki gert. "Það er í forgangi hjá okkur að ökumenn taki á öllu sem þeir eiga. Við höfum landað meistaratitli bílasmiða og það væri frábært að ná titli ökumanna líka. Það skiptir okkur ekki máli hvor þeirra verður meistari. Þeir eiga báðir titilinn skilinn", sagði Horner í frétt á autosport.com. Webber er 8 stigum á eftir Alonso, sem er efstur í stigamótinu, en Vettel er 15 stigum á eftir. "Ég held að það myndi ekki skipta máli þó við segðum þeim að keppa ekki gegn hvor öðrum, sem við munum ekki gera. Þeir vita að þeir þurfa að komast á leiðarenda, því Alonso er með fleiri stig, en þeir myndu slást hvort sem er." "Við erum í þeirri stöðu að tveir ökumenn geta orðið meistarar og Mark er í betri stöðu, en báðir geta þeir landað titlinum. Við munum styðja þá jafnt og markmið beggja er að vinna mótið." "Við getum ekki stjórnað því hvað keppinautar okkar gera, en markmið beggja okkar er að vinna mótið. Ef í ljós kemur að annar getur ekki unnið mótið og getur hjálpað hinum, þá væri það hans val. Ég geri ráð fyrir að báðir ökumenn viti að þeir aka fyrir gott lið og spila með liðinu og munu liðsinna hvor öðrum ef sú staða kemur upp", sagði Horner.
Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira