Webber fyrstur í stormasamri tímatöku 3. apríl 2010 09:59 Mark Webber ók vel á Sepang brautinni og náði besta tíma á lokaæfingum og í tímatökunni. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber á Red Bull náði besta tíma í tímatökum fyrir malasíska kappaksturinn, eftir að skýfall og eldingar ruglaði þvi sem kalla má hefðbundinni uppröðun fremstu liða á ráslínu. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull þriðji. Stórlaxar féllu úr leik í vætunni þegar þeir fóru of seint inn á brautina í fyrstu umferð tímatökunnar, en þeir Jenson Button og Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso og Felipe Massa Ferrari urðu allir að draga sig í hlé í fyrstu umferð af þremur. Þeir ræsa með öftustu mönnum. Button sneri bíl sínum útaf í fyrstu umferð og fékk ekki að halda áfram í aðra umferð og er sautjándi á ráslínu. Í 19.-21. sæti eru Alonso, Hamilton og Massa. Í lokaumferðinni voru nöfn sem hafa ekkerst sést þar á árinu og þurfti að stoppa umferðina um tíma vegna vatnsausturs og eldingar sáumst á himni. Þegar keppendur lögðu af stað á ný, þá tók Webber þá áhættu að vera á öðrum regndekkjum en keppinautarnir, sem voru gerð fyrir minni vatnsaustur. Það herbragð heppnaðist fullkomlega, en var mjög áhættusamt í stöðunni. Webber reyndist 1.3 sekúndum fljótari en Nico Rosberg, sem sagðist sjálfur næstum hafa valið sömu afbrigði af dekkjum og Webber. Én Webber nýtti sér að þurrari lína myndaðist á köflum í brautinni, en val hans gat brugðið til beggja vona. Williams liðið kom báðum ökumönnum sínum, þeim Rubens Barrichello og Nico Hulkenberg meðal tíu fremstu, en athyglisverður er líka árangur Adrian Sutil á Force India sem varð fjórði og Antioni Liuzzi félagi hans varð tíundi. Michael Schumacher varð áttundi í tímatökunni Rásröð efstu manna 1. Mark Webber, Red Bull 2. Nico Rosberg, Mercedes 3. Sebastian Vettel, Red Bull 4. Adrian Sutil, Force India 5. Nico Hulkenberg, Williams 6. Robert Kubica, Renault 7. Rubens Barrichello, Williams 8. Michael Schumacher, Mercedes 9. Kamui Kobayashi, Sauber Ferrari 10.Antonio Liuzzi, Force India Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Ástralinn Mark Webber á Red Bull náði besta tíma í tímatökum fyrir malasíska kappaksturinn, eftir að skýfall og eldingar ruglaði þvi sem kalla má hefðbundinni uppröðun fremstu liða á ráslínu. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull þriðji. Stórlaxar féllu úr leik í vætunni þegar þeir fóru of seint inn á brautina í fyrstu umferð tímatökunnar, en þeir Jenson Button og Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso og Felipe Massa Ferrari urðu allir að draga sig í hlé í fyrstu umferð af þremur. Þeir ræsa með öftustu mönnum. Button sneri bíl sínum útaf í fyrstu umferð og fékk ekki að halda áfram í aðra umferð og er sautjándi á ráslínu. Í 19.-21. sæti eru Alonso, Hamilton og Massa. Í lokaumferðinni voru nöfn sem hafa ekkerst sést þar á árinu og þurfti að stoppa umferðina um tíma vegna vatnsausturs og eldingar sáumst á himni. Þegar keppendur lögðu af stað á ný, þá tók Webber þá áhættu að vera á öðrum regndekkjum en keppinautarnir, sem voru gerð fyrir minni vatnsaustur. Það herbragð heppnaðist fullkomlega, en var mjög áhættusamt í stöðunni. Webber reyndist 1.3 sekúndum fljótari en Nico Rosberg, sem sagðist sjálfur næstum hafa valið sömu afbrigði af dekkjum og Webber. Én Webber nýtti sér að þurrari lína myndaðist á köflum í brautinni, en val hans gat brugðið til beggja vona. Williams liðið kom báðum ökumönnum sínum, þeim Rubens Barrichello og Nico Hulkenberg meðal tíu fremstu, en athyglisverður er líka árangur Adrian Sutil á Force India sem varð fjórði og Antioni Liuzzi félagi hans varð tíundi. Michael Schumacher varð áttundi í tímatökunni Rásröð efstu manna 1. Mark Webber, Red Bull 2. Nico Rosberg, Mercedes 3. Sebastian Vettel, Red Bull 4. Adrian Sutil, Force India 5. Nico Hulkenberg, Williams 6. Robert Kubica, Renault 7. Rubens Barrichello, Williams 8. Michael Schumacher, Mercedes 9. Kamui Kobayashi, Sauber Ferrari 10.Antonio Liuzzi, Force India
Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira