Button sæll með McLaren sigur 28. mars 2010 14:09 Jessica Mishibata, kærasta Jenson Button fagnaði honum í Melbourne í morgun eftir sigurinn. Mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button var kampakátur með sigurinn í Formúlu 1 mótinu í Melbourne í dag. Hann fagnaði liðsmönnum sínum vel og kærustu sinni sem var á staðnum, en Button gekk til liðs við McLaren í vetur og fagnar því sigri í öðru mótinu með liðinu. "Þetta hefur gefið okkur ákveðna stefnu. Við erum hungraðir í sigur og þessi er bara forsmekkurinn að því sem koma skal, þegar við höfum gert smá endurbætur á bílnum", sagði Button eftir keppnina í spjalli á vefsíðu Autosport. "Við höfum tekið skref fram á við, en erum ekki nógu fljótir enn sem komið er. Við viljum vera enn fljótari. Það er frábært að vinna með þann búnað sem við höfum og þetta er eitthvað til að byggja á." "Mér hefur verið vel tekið af McLaren og átti kannski von á því að þetta yrði snúnara en raunin er. Það hefur tekið mig tíma að venjast bílnum, frekar en liðinu, en ég er hamingjusamur. Þessi sigur hefði ekki orðið ef ég væri ekki ánægður um borð." Button ákvað að skipta yfir til McLaren frá meistaraliði Brawn og var mörgum spurn hvort hann stæðist Hamilton snúning. Það hefur nú reynst raunin og ákvörðun hans að skipta fyrstur allra á þurrdekk á blautri braut reyndist happadrjúg. "Í mínum huga var þetta nauðsynlegt, ég var að missa sæti hring eftir hring (á regndekkjum). Vanalega nýt ég mín við slíkar aðstæður, ég hafði ekki rétt jafnvægi og uppstillingu. Ég gerði ráð fyrir að enda í 6-8 sæti. Dekkin virtust vera skemmast og ég afréð því að skipta. Eftir 7-8 hringi var ég farinn að hugsa að þetta gæti endað með grát og gnístran tanna. En svo gætti ég þess að fara vel með dekkin, þannig að þau kæmu vel út í síðustu 20 hringjunum." "Aðstæðurnar voru með okkur að þessu sinni og við tókum réttar ákvarðanir á réttum tíma. Ég er mjög, mjög glaður. Liðið hefur unnið vel og við skemmtum okkur í kvöld. Þetta er sérstakur dagur í mínum huga", sagði Button. Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Bretinn Jenson Button var kampakátur með sigurinn í Formúlu 1 mótinu í Melbourne í dag. Hann fagnaði liðsmönnum sínum vel og kærustu sinni sem var á staðnum, en Button gekk til liðs við McLaren í vetur og fagnar því sigri í öðru mótinu með liðinu. "Þetta hefur gefið okkur ákveðna stefnu. Við erum hungraðir í sigur og þessi er bara forsmekkurinn að því sem koma skal, þegar við höfum gert smá endurbætur á bílnum", sagði Button eftir keppnina í spjalli á vefsíðu Autosport. "Við höfum tekið skref fram á við, en erum ekki nógu fljótir enn sem komið er. Við viljum vera enn fljótari. Það er frábært að vinna með þann búnað sem við höfum og þetta er eitthvað til að byggja á." "Mér hefur verið vel tekið af McLaren og átti kannski von á því að þetta yrði snúnara en raunin er. Það hefur tekið mig tíma að venjast bílnum, frekar en liðinu, en ég er hamingjusamur. Þessi sigur hefði ekki orðið ef ég væri ekki ánægður um borð." Button ákvað að skipta yfir til McLaren frá meistaraliði Brawn og var mörgum spurn hvort hann stæðist Hamilton snúning. Það hefur nú reynst raunin og ákvörðun hans að skipta fyrstur allra á þurrdekk á blautri braut reyndist happadrjúg. "Í mínum huga var þetta nauðsynlegt, ég var að missa sæti hring eftir hring (á regndekkjum). Vanalega nýt ég mín við slíkar aðstæður, ég hafði ekki rétt jafnvægi og uppstillingu. Ég gerði ráð fyrir að enda í 6-8 sæti. Dekkin virtust vera skemmast og ég afréð því að skipta. Eftir 7-8 hringi var ég farinn að hugsa að þetta gæti endað með grát og gnístran tanna. En svo gætti ég þess að fara vel með dekkin, þannig að þau kæmu vel út í síðustu 20 hringjunum." "Aðstæðurnar voru með okkur að þessu sinni og við tókum réttar ákvarðanir á réttum tíma. Ég er mjög, mjög glaður. Liðið hefur unnið vel og við skemmtum okkur í kvöld. Þetta er sérstakur dagur í mínum huga", sagði Button.
Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira