Alonso vill vera framar en Hamilton á Hockenheim 23. júlí 2010 16:24 Fernando Alonso og Lewis Hamilton hafa marga hildina háð. Bæði sem keppinautar hjá ólíkum liðum og með McLaren 2007. Nú ekur Alonso Ferrari og Hamilton er enn hjá McLaren. Mynd: Getty Images Fljótasti ökumaður æfinga á Formúlu 1 brautinni á Hockenheim í Þýskaland var Fernando Alonso frá Spáni. Hann varð aðeins 0.029 sekúndum á undan heimamanninum Sebastian Vettel. "Æfingar föstudags gefa ekki rétt mynd af stöðu okkar og þessi föstudagur var enn sérkennilegri útaf veðrinu og aðstæðum á brautinni", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Hann var þó ánægður að vera á undan Red Bull bílum Vettels og Mark Webber. Sá bíll er talinn sá fljótasti á brautunum í dag. "Við prófuðum allt sem við vildum prófa og skoðum svo tölvugögnin. En við vitum ekki hve samkeppnisfærir við erum fyrr en á morgun. Ég held að ráslínan breytist ekki mikið frá Silverstone, þannig að Red Bull og McLaren verða ofarlega." Alonso er fimmti í stigamótinu á 47 stigum á eftir Lewis Hamilton sem hlekktist á í dag á fyrri æfingunni og gat lítið ekið á þeirri seinni. "Ég verð að reyna ljúka keppni fyrir framan forystumanninn, svo að bilið aukist ekki. Í dag er það McLaren ökumaður og við verðum því að vera á undan þeim. Ef Red Bull menn eru efstir næst, þá verðum við að klára á undan þeim og svo koll af kolli. Við verðum að gera betur á seinni hluta tímabilsins", sagði Alonso, en keppnistímabilið er liðlega hálfnað. Sýnt er frá æfingum keppnisliða í dag á Stöð 2 Sport kl. 19.30 í kvöld. Lokæfing er kl. 8.55 í fyrramákið oig tímatakan í opinni dagskrá kl. 11.45, en kappaksturinn á sunnudag kl. 11.30. Að honum loknum er Endamarkið, en kappaksturinn er í opinni dagskrá en Endmarkið í læstri. Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fljótasti ökumaður æfinga á Formúlu 1 brautinni á Hockenheim í Þýskaland var Fernando Alonso frá Spáni. Hann varð aðeins 0.029 sekúndum á undan heimamanninum Sebastian Vettel. "Æfingar föstudags gefa ekki rétt mynd af stöðu okkar og þessi föstudagur var enn sérkennilegri útaf veðrinu og aðstæðum á brautinni", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Hann var þó ánægður að vera á undan Red Bull bílum Vettels og Mark Webber. Sá bíll er talinn sá fljótasti á brautunum í dag. "Við prófuðum allt sem við vildum prófa og skoðum svo tölvugögnin. En við vitum ekki hve samkeppnisfærir við erum fyrr en á morgun. Ég held að ráslínan breytist ekki mikið frá Silverstone, þannig að Red Bull og McLaren verða ofarlega." Alonso er fimmti í stigamótinu á 47 stigum á eftir Lewis Hamilton sem hlekktist á í dag á fyrri æfingunni og gat lítið ekið á þeirri seinni. "Ég verð að reyna ljúka keppni fyrir framan forystumanninn, svo að bilið aukist ekki. Í dag er það McLaren ökumaður og við verðum því að vera á undan þeim. Ef Red Bull menn eru efstir næst, þá verðum við að klára á undan þeim og svo koll af kolli. Við verðum að gera betur á seinni hluta tímabilsins", sagði Alonso, en keppnistímabilið er liðlega hálfnað. Sýnt er frá æfingum keppnisliða í dag á Stöð 2 Sport kl. 19.30 í kvöld. Lokæfing er kl. 8.55 í fyrramákið oig tímatakan í opinni dagskrá kl. 11.45, en kappaksturinn á sunnudag kl. 11.30. Að honum loknum er Endamarkið, en kappaksturinn er í opinni dagskrá en Endmarkið í læstri.
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira