Lífið

Rosalegt stjörnupartí Stöðvar 2

Ásdís Olsen, Siggi Sigurjóns og Karl Ágúst Spaugstofumenn og Helga Arnardóttir í Íslandi í dag.
Ásdís Olsen, Siggi Sigurjóns og Karl Ágúst Spaugstofumenn og Helga Arnardóttir í Íslandi í dag.

Það var mikið um dýrðir í Hafnarhúsinu á föstudaginn. Þá blés Stöð 2 í kynningarlúðrana og svipti hulunni af glæsilegri haustdagskrá sinni.

Hafnarhúsið var skreytt hátt og lágt í tívolíandanum sem einkennir einnig auglýsingarnar fyrir haustið á Stöð 2. Fjölmargir lögðu leið sína í veisluna og voru þeir ekki sviknir. Þarna stigu á stokk margir af fremstu skemmtikröftum þjóðarinnar sem prýða einnig þætti stöðvarinnar.

Einna mesta lukku vakti þegar grínistinn Steindi jr. mætti á sviðið í gervi misheppnaða auglýsingamannsins Sigmars en sú persóna átti heiðurinn af fáklæddum þokkadísum með líkamsmálningu sem vöktu mikla athygli. Að sýningu lokinni ruku þær síðan til Ásgeirs Kolbeins og Gillzenegger, eins og sjá má í myndasafninu.

Úti í sal var ekki minna um fína drætti og mátti meðal annars sjá meðlimi Spaugstofunnar sem höfðu það á orði að þær væru hæstánægðir með nýja vinnustaðinn og orkuna sem honum fylgir.

Það vantaði ekki ljósmyndara til að fanga þessa glæsilegu veislu með linsunum. Á okkar snærum voru bæði Eggert Jóhannsson og Sveinbi frá superman.is.

Kíkið í veglegt myndasafnið hérna fyrir neðan. Sjón er sögu ríkari!








Fleiri fréttir

Sjá meira


×