Button ætlar að taka áhættu 13. október 2010 16:32 Jenson Button og Lewis Hamilton hjá McLaren eru í slagnum um meistaratitilinn. Mynd: Getty Images Möguleikar Jenson Button á að verja meistaratitil ökumanna í ár fara þverrandi, eftir að hann komst ekki á verðalaunapall í síðustu keppni. Aðeins þrjú mót eru eftir og hann er í fimmta sæti í stigamótinu, en á enn möguleika á titlinum. Button hefði mögulega geta komist á verðlaunapall, ef keppnisáætlun McLaren hefði verið betur útfærð, en hann lauk keppni í fjórða sæti. Hann náði að komast framúr Lewis Hamilton þegar gírkassinn í hans bíl bilaði og þriðji gírinn tapaðist. En hvað segir Button um möguleika sína á titilvörn í síðustu þremur mótunum. "Sá sem er í stigaforystu getur ekki tekið áhættu, en sá sem er á eftir hefur meira sjálfstraust til að vera sókndjarfur. Það er minnu að tapa", sagði Button í umfjöllun á heimasíðu sinni. "Staða mín er ólík miðað við í fyrra og ég hlakka til að berjast við forystumennina, því ég hef engu að tapa. Ef baráttan gengur ekki upp, þá veit ég altént að ég hef gefið allt í þetta. Lukkan fer í hringi og við höfum ekki verið lánsamir undanfarið, þannig að það gæti vel farið svo að þetta snúist okkur í hag á næstunni", sagði Button. Hann er með 189 stig í keppni ökumanna, en fyrir framan hann eru Lewis Hamilton með 192 stig, Fernando Alonso og Sebastian Vettel 206 og efstur er Mark Webber með 220 stig. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Möguleikar Jenson Button á að verja meistaratitil ökumanna í ár fara þverrandi, eftir að hann komst ekki á verðalaunapall í síðustu keppni. Aðeins þrjú mót eru eftir og hann er í fimmta sæti í stigamótinu, en á enn möguleika á titlinum. Button hefði mögulega geta komist á verðlaunapall, ef keppnisáætlun McLaren hefði verið betur útfærð, en hann lauk keppni í fjórða sæti. Hann náði að komast framúr Lewis Hamilton þegar gírkassinn í hans bíl bilaði og þriðji gírinn tapaðist. En hvað segir Button um möguleika sína á titilvörn í síðustu þremur mótunum. "Sá sem er í stigaforystu getur ekki tekið áhættu, en sá sem er á eftir hefur meira sjálfstraust til að vera sókndjarfur. Það er minnu að tapa", sagði Button í umfjöllun á heimasíðu sinni. "Staða mín er ólík miðað við í fyrra og ég hlakka til að berjast við forystumennina, því ég hef engu að tapa. Ef baráttan gengur ekki upp, þá veit ég altént að ég hef gefið allt í þetta. Lukkan fer í hringi og við höfum ekki verið lánsamir undanfarið, þannig að það gæti vel farið svo að þetta snúist okkur í hag á næstunni", sagði Button. Hann er með 189 stig í keppni ökumanna, en fyrir framan hann eru Lewis Hamilton með 192 stig, Fernando Alonso og Sebastian Vettel 206 og efstur er Mark Webber með 220 stig.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira