Formúla 1

Massa: Álag á Ferrari á heimavelli

Felipe Massa, ökumaður Ferrari.
Felipe Massa, ökumaður Ferrari. Mynd: Getty Images
Felipe Massa telur að heimavöllur Ferrari verði vettvangur meira álags fyrir liðið en önnur mótssvæði, en áhangendur liðsins fylla hvern krók og kima. Keppt verður á brautinni um næstu helgi. "Það verður frábært að keyra fyrir framan áhorfendur, en raunveruleikinn er sá að þetta er mjög mikilvægt mót, þar sem árangur okkar í Belgíu var ekki góður, þannig að staðan í meistaramótinu eru ekki vænleg", sagði Massa. "Við verðum að pressa fram veginn í síðustu sex mótunum og berjast um sigur eða komast á verðlaunapall eins oft og mögulegt er. Það verður ekki auðvelt." "Ég hóf keppni í sjötta sæti í Belgíu og lauk keppni í fjórða, þannig að vissu leyti var mótið gott. En hvað heildarstigin fyrir Ferrari var þetta ekki nót. Þetta var samt jákvæð niðurstaða miðað við aðstæður í mótinu, en ekki það sem ég vænti eða liðið. " "Bíllinn var ekki eins samkeppnisfær og í síðustu mótum. Það virðist fara eftir eðli brautanna hvernig gengur hjá keppnisliðum", sagði Massa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×