Hamilton hress með eigin frammistöðu 7. apríl 2010 11:28 Lewis Hamilton var aftarlega á ráslínu í Malasíu, en vann sig upp í sjötta sæti. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton hefur farið mikinn í síðustu tveimur Formúlu 1 mótum, eftir að hafa ræst aftarlega á ráslínu í tvígang. Hann var ellefti á ráslínu í Ástralíu og tuttugasti í Malasíu, en vann sig upp listann með hörkuakstri í kappakstrinum á sunnudaginn. Varð sjötti. "Ég veit ekki hve oft ég get ekið svona mót. Það er ekki auðvelt, en við sýndum að við höfum hraðann. Ég held að við hefðum náð fyrsta og öðru sæti í tímatökunni ef það hefði verið þurrt", sagði Hamilton í spjalli í Daily Telegraph. McLaren liðið sendi Hamilton og Jenson Button of seint út á brautina í fyrstu umferð tímatökunnar og þeir féll úr leik, ræstu í sautjánda og tuttugasta sæti. "Ég get ekki kvartað. Ég held að í tveimur síðustu mótum hafi ég sýnt eitthvað gott. Þetta eru trúlega það besta sem ég hef sýnt í langan, langan tíma. Kannski frá upphafi. Við verðum bara að pressa á liðið og ef allt gengur upp, þá er sprengikraftur til staðar hjá okkur", sagði Hamilton. Hann er með 31 stig í stigamóti ökumanna, en á undan honum eru Nico Rosberg og Jenson Button með 35, Sebastian Vettel og Fernando Alonso með 37 og Felipe Massa með 39, sem leiðir meistaramótið. Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hefur farið mikinn í síðustu tveimur Formúlu 1 mótum, eftir að hafa ræst aftarlega á ráslínu í tvígang. Hann var ellefti á ráslínu í Ástralíu og tuttugasti í Malasíu, en vann sig upp listann með hörkuakstri í kappakstrinum á sunnudaginn. Varð sjötti. "Ég veit ekki hve oft ég get ekið svona mót. Það er ekki auðvelt, en við sýndum að við höfum hraðann. Ég held að við hefðum náð fyrsta og öðru sæti í tímatökunni ef það hefði verið þurrt", sagði Hamilton í spjalli í Daily Telegraph. McLaren liðið sendi Hamilton og Jenson Button of seint út á brautina í fyrstu umferð tímatökunnar og þeir féll úr leik, ræstu í sautjánda og tuttugasta sæti. "Ég get ekki kvartað. Ég held að í tveimur síðustu mótum hafi ég sýnt eitthvað gott. Þetta eru trúlega það besta sem ég hef sýnt í langan, langan tíma. Kannski frá upphafi. Við verðum bara að pressa á liðið og ef allt gengur upp, þá er sprengikraftur til staðar hjá okkur", sagði Hamilton. Hann er með 31 stig í stigamóti ökumanna, en á undan honum eru Nico Rosberg og Jenson Button með 35, Sebastian Vettel og Fernando Alonso með 37 og Felipe Massa með 39, sem leiðir meistaramótið.
Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira