Formúla 1

Vettel fljótastur á tveimur æfingum

Sebastian Vettel á Red Bull á æfingum í Japan í nótt.
Sebastian Vettel á Red Bull á æfingum í Japan í nótt. Mynd: Getty Images
Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur á tveimur Formúlu 1 æfingum á Suzuka brautinni í Japan í nótt. Hann er meðal fimm ökumanna sem berjast um meistaratitilinn í Formúlu 1, en liðsfélagi Vettels, Mark Webber varð annar á báðum æfingum. Á fyrri æfingunni munaði 0.048 sekúndum á köppunum tveimur, en 0.395 á þeirri síðari. Vettel vann mótið í Japan í fyrra og er í fjórða sæti í stigakeppni ökumanna, en Webber er efstur. Í frétt á autosport.com segir að Lewis Hamilton hafi farið útaf í Degner beygjunni á talsverðri ferð á fyrri æfingunni. Það tók langan tíma að laga bílinn og hann komst aðeins nokkra hringi á þeirri síðari. Hamilton er í þriðja sæti í stigamótinu, en Fernando Alonso sem er annar náði best fjórða besta tíma á seinni æfingunni, en var ekki meðal tíu fremstu á þeirri fyrri. Jenson Button sem er fimmti í stigamótinu varð sjötti á seinni æfingunni, en fyrir aftan tíu fremstu á þerri fyrri. Hinsvegar var Robert Kubica á Renault í þriðja sæti á báðum æfingunum. Sýnt verður frá æfingunum í Japan kl. 21.20 á Stöð 2 Sport í kvöld. Tímarnir á æfingum í nótt Æfing 1 1. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m32.585s 23 2. Mark Webber Red Bull-Renault 1m32.633s + 0.048s 23 3. Robert Kubica Renault 1m33.129s + 0.544s 23 4. Adrian Sutil Force India-Mercedes 1m33.639s + 1.054s 13 5. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1m33.643s + 1.058s 9 6. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m33.677s + 1.092s 21 7. Nico Hulkenberg Williams-Cosworth 1m33.707s + 1.122s 24 8. Michael Schumacher Mercedes 1m33.739s + 1.154s 20 9. Nick Heidfeld Sauber-Ferrari 1m33.791s + 1.206s 23 10. Nico Rosberg Mercedes 1m33.831s + 1.246s 9 Æfing 2 1. Vettel Red Bull-Renault 1:31.465 31 2. Webber Red Bull-Renault 1:31.860 + 0.395 29 3. Kubica Renault 1:32.200 + 0.735 32 4. Alonso Ferrari 1:32.362 + 0.897 34 5. Massa Ferrari 1:32.519 + 1.054 35 6. Button McLaren-Mercedes 1:32.533 + 1.068 28 7. Petrov Renault 1:32.703 + 1.238 32 8. Schumacher Mercedes 1:32.831 + 1.366 27 9. Sutil Force India-Mercedes 1:32.842 + 1.377 26 10. Hulkenberg Williams-Cosworth 1:32.851 + 1.386 26



Fleiri fréttir

Sjá meira


×