Virgin liðið prófar belgískan ökumann 20. september 2010 16:18 Lucas di Grassi á Virgin bílnum. Mynd: Getty Images Virgin liðið, sem er styrkt af Richard Branson í Formúlu 1 hefur ákveðið að belgískur ökumaður sem heitir Jerome D´Ambrosio keyri bíl liðsins á föstudagsæfingum í fjórum mótum af fimm sem eftir eru. D'Ambrosio er 25 ára gamall og hefur keppt í GP2 mótaröðinni, en hann ekur með Virgin á æfingum í fyrsta skipti í Singapúr á föstudaginn. Hann ekur í stað Lucas di Grassi frá Brasilíu og mun einnig aka með liðinu á æfingum með ungum ökumönnum í Abu Dhabi í lok tímabilsins. Di Grassi mun sem fyrr keppa á mótshelgunum. "Það hefur alltaf verið markmið mitt að keppa í Formúlu 1 og ég er hæstánægður að vera skrefi nær. Ég er þakklátur Virgin liðinu og Gravity Sport Management fyrir traustið. Ég mun ekki bregðast þeim", sagði D'Ambrosio í frétt á autosport.com. "Þetta er frábært tækifæri og ég hlakka til að hjálpa liðinu á allan þann hátt sem ég get, auk þess að fá reynslu á fjórum af erfiðustu brautum ársins. Ef ég horfi til 2011 þá er þessiu reynsla mikivæg." D'Ambrosio gæti er í skoðun hjá Virgin með næsta ár í huga, en liðið er með tveggja ára samning til viðbótar við Timo Glock og á fyrsta rétt á áframhaldandi veru di Grassi. Graemo Lowdon sagði báða ökumenn liðsins hafa skilað sínu, en sagði D'Ambrosio alvöru kappakstursmann sem liðið vildi skoða. Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Virgin liðið, sem er styrkt af Richard Branson í Formúlu 1 hefur ákveðið að belgískur ökumaður sem heitir Jerome D´Ambrosio keyri bíl liðsins á föstudagsæfingum í fjórum mótum af fimm sem eftir eru. D'Ambrosio er 25 ára gamall og hefur keppt í GP2 mótaröðinni, en hann ekur með Virgin á æfingum í fyrsta skipti í Singapúr á föstudaginn. Hann ekur í stað Lucas di Grassi frá Brasilíu og mun einnig aka með liðinu á æfingum með ungum ökumönnum í Abu Dhabi í lok tímabilsins. Di Grassi mun sem fyrr keppa á mótshelgunum. "Það hefur alltaf verið markmið mitt að keppa í Formúlu 1 og ég er hæstánægður að vera skrefi nær. Ég er þakklátur Virgin liðinu og Gravity Sport Management fyrir traustið. Ég mun ekki bregðast þeim", sagði D'Ambrosio í frétt á autosport.com. "Þetta er frábært tækifæri og ég hlakka til að hjálpa liðinu á allan þann hátt sem ég get, auk þess að fá reynslu á fjórum af erfiðustu brautum ársins. Ef ég horfi til 2011 þá er þessiu reynsla mikivæg." D'Ambrosio gæti er í skoðun hjá Virgin með næsta ár í huga, en liðið er með tveggja ára samning til viðbótar við Timo Glock og á fyrsta rétt á áframhaldandi veru di Grassi. Graemo Lowdon sagði báða ökumenn liðsins hafa skilað sínu, en sagði D'Ambrosio alvöru kappakstursmann sem liðið vildi skoða.
Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira