Alonso: Helmingslíkur á meistaratitli 9. ágúst 2010 09:23 Robert Kubica og Fernando Alonso á ökumannskynningu á mótsstað. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að hann eigi möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, þó hann sé aðeins í fimmta sæti í stigamótinu. Mark Webber, Lewis Hamilton, Jenson Button og Sebastian Vettel eru allir á undan honum í stigamótinu, en Alonso er 20 stigum á eftir Hamilton. Það eru gefinn 25 stig fyrir fyrsta sæti, 18 fyrir annað, síðan 15, 12, 10 og minna fyrir næstu sæti á eftir. "Það þurfti ekki nema tvö mót til að koma okkur í sóknarstöðu um titilinn. Við erum á eftir, en ég er sannfærður um að á lokasprettinum verðum við nær toppnum en núna", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Það sem er mikilvægast er að halda rónni og einbeitingu og vinna verk okkar vel. Það er erfitt að meta hver okkar er sterkastur, en kannski Hamilton og Button og ég, menn sem hafa unnið titlanna áður. Ég myndi telja helmingslíkur á að ég vinni titilinn." Alonso segir Ferrari á réttri leið og að bíllinn hafi batnað mikið, sem gerir hann bjartsýnni en ella. Það færi líka liðinu sjálfstraust. "Við verðum með nýja hluti á Spa í Belgíu og það ætti að færa okkur skör ofar, en keppinautarnir munu gera það sama. Við verðum bara að vera betri," sagði Alonso. Mál Ferrari varðandi liðsskipanir verður tekið fyrir í næsta mánuði og Alonso segist vonast eftir hagstæðri niðurstöðu í því máli. Það verður tekið fyrir 8. september hjá FIA. Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að hann eigi möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, þó hann sé aðeins í fimmta sæti í stigamótinu. Mark Webber, Lewis Hamilton, Jenson Button og Sebastian Vettel eru allir á undan honum í stigamótinu, en Alonso er 20 stigum á eftir Hamilton. Það eru gefinn 25 stig fyrir fyrsta sæti, 18 fyrir annað, síðan 15, 12, 10 og minna fyrir næstu sæti á eftir. "Það þurfti ekki nema tvö mót til að koma okkur í sóknarstöðu um titilinn. Við erum á eftir, en ég er sannfærður um að á lokasprettinum verðum við nær toppnum en núna", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Það sem er mikilvægast er að halda rónni og einbeitingu og vinna verk okkar vel. Það er erfitt að meta hver okkar er sterkastur, en kannski Hamilton og Button og ég, menn sem hafa unnið titlanna áður. Ég myndi telja helmingslíkur á að ég vinni titilinn." Alonso segir Ferrari á réttri leið og að bíllinn hafi batnað mikið, sem gerir hann bjartsýnni en ella. Það færi líka liðinu sjálfstraust. "Við verðum með nýja hluti á Spa í Belgíu og það ætti að færa okkur skör ofar, en keppinautarnir munu gera það sama. Við verðum bara að vera betri," sagði Alonso. Mál Ferrari varðandi liðsskipanir verður tekið fyrir í næsta mánuði og Alonso segist vonast eftir hagstæðri niðurstöðu í því máli. Það verður tekið fyrir 8. september hjá FIA.
Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira