Mikilvægt fyrir Ferrari að sigra fljótlega 7. júlí 2010 13:07 Stefano Domenicali með ökumenn sína sér við hlið, þá Fernando Alonso og Felipe Massa þegar Ferrari fagnaði 800 mótinu í Formúlu 1 í Istanbúl. Mynd: Getty Images Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir á vefsíðu liðsins að mikilvægt verði fyrir liðið að knýja fram sigur í næstu þremur mótum. Ferrari er á eftir Red Bull og McLaren í stigakeppni bílasmiða og Fernando Alonso er fimmti í stigamóti ökumanna. "Það er mikilvægt í stigamótinu og gott veganesti fyrir sumarfríð. Ég held að það sé lykillinn að ná fram úrslitum sem ég tel að liðið eigi skilið", sagði Domencali í frétt autosport.com um málið. Ferrari keppir á breyttri Silverstone braut í Englandi um næstu helgi og mætti með endurbættan bíl í síðustu keppni. "Framþróun bílanna er lykill að árangri. Við breyttum bílnum fyrir síðasta mót og gerum smávegis fyrir Silverstone varðandi fram og afturvængina. Það verða nýjungar í Þýskalandi og Ungverjalandi. Svo sjáum við hvað gerist." Alonso og Felipe Massa voru í þriðja og fjórða sæti í byrjun síðustu keppni, en lentu í ógöngum þegar öryggisbíllinn kom út og menn á bæ Ferrari voru ósáttir við niðurstöðu dómara í mótinu vegna refsingar á Lewis Hamilton. "Það er alltaf erfitt eftir mót eins og í Valencia, en andinn er góður hjá okkur. Því miður náðum við ekki þeim árangri sem við vildum í tveimur síðustu mótum. Möguleiki bílsins var til staðar, en útkoman lét á sér standa", sagði Domenicali. Þá gat hann þess að miðað við hefðina, þá hefði Ferrari ekki gengið vel á Silverstone, en kvaðst bíða spenntur eftir niðurstöðunni um næstu helgi. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir á vefsíðu liðsins að mikilvægt verði fyrir liðið að knýja fram sigur í næstu þremur mótum. Ferrari er á eftir Red Bull og McLaren í stigakeppni bílasmiða og Fernando Alonso er fimmti í stigamóti ökumanna. "Það er mikilvægt í stigamótinu og gott veganesti fyrir sumarfríð. Ég held að það sé lykillinn að ná fram úrslitum sem ég tel að liðið eigi skilið", sagði Domencali í frétt autosport.com um málið. Ferrari keppir á breyttri Silverstone braut í Englandi um næstu helgi og mætti með endurbættan bíl í síðustu keppni. "Framþróun bílanna er lykill að árangri. Við breyttum bílnum fyrir síðasta mót og gerum smávegis fyrir Silverstone varðandi fram og afturvængina. Það verða nýjungar í Þýskalandi og Ungverjalandi. Svo sjáum við hvað gerist." Alonso og Felipe Massa voru í þriðja og fjórða sæti í byrjun síðustu keppni, en lentu í ógöngum þegar öryggisbíllinn kom út og menn á bæ Ferrari voru ósáttir við niðurstöðu dómara í mótinu vegna refsingar á Lewis Hamilton. "Það er alltaf erfitt eftir mót eins og í Valencia, en andinn er góður hjá okkur. Því miður náðum við ekki þeim árangri sem við vildum í tveimur síðustu mótum. Möguleiki bílsins var til staðar, en útkoman lét á sér standa", sagði Domenicali. Þá gat hann þess að miðað við hefðina, þá hefði Ferrari ekki gengið vel á Silverstone, en kvaðst bíða spenntur eftir niðurstöðunni um næstu helgi.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira