Schumacher áminntur fyrir brot á Barrichello 23. október 2010 11:51 Michael Schumacher ekur með Mercedes. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Michael Schumacher fékk áminningu frá dómurum Formúlu 1 mótsins í Suður Kóreu, eftir tímatöku í nótt. Rubens Barrichello taldi að Schumacher hefði hindrað hann í tímatökunni í annarri umferð af þremur. Barrichello taldi sig heppinn að hafa komist áfram í lokaumferðina, en Schumacher og Barrichello voru liðsfélagar hjá Ferrari á árum áður. Dómarar töldu að Scumacher hefði hindrað Barrichello frá beygju 10 til 14 og þeir kappar voru báðir kallaðir á fund dómara. Schumacher fékk áminningu á fundinum segir í frétt á autosport.com. "Ég vill ekki að þetta verði persónulegt. Við höfum átt í vandræðum áður og það henti í Ungverjlandi. Ég er jarðbundinn náungi, sem þýðir að ég ber virðingu fyrir hægum og hröðum bílum. Við getum allir gert mistök og afsökunar", sagði Barrichello í samtali við BBC sem autosport.com vitnar í. "Hann kom bara og afsakaði þetta með því að liðið hefði ekki látið hann vita. En ég var í hröðum hring og menn vita að þeir eru með baksýnisspegla og það er ekki alltaf hægt að treysta á upplýsingar frá liðinu. Ég er leiður yfir þessu, því það var bara heppni að ég komst áfram í þriðju umferð. Hann hægði verulega á mér", sagði Barrichello um Schumacher. Barrichello var þó ánægður að ná tíunda sæti á ráslínu, en hann segir að allt geti gerst í kappakstrinum þar sem bílarnir skrika mikið til á nýrri brautinni, en hún eigi eftir að verða gripmeiri. Hann stefnir á stigasæti. Schumacher varð í níunda sæti í tímatökunni og þeir ræsa því nánast af stað hlið við í kappakstrinum sem verður í beinni útsendingu á Stöð Sport í nótt. Útsending hefst kl. 05.30. Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Michael Schumacher fékk áminningu frá dómurum Formúlu 1 mótsins í Suður Kóreu, eftir tímatöku í nótt. Rubens Barrichello taldi að Schumacher hefði hindrað hann í tímatökunni í annarri umferð af þremur. Barrichello taldi sig heppinn að hafa komist áfram í lokaumferðina, en Schumacher og Barrichello voru liðsfélagar hjá Ferrari á árum áður. Dómarar töldu að Scumacher hefði hindrað Barrichello frá beygju 10 til 14 og þeir kappar voru báðir kallaðir á fund dómara. Schumacher fékk áminningu á fundinum segir í frétt á autosport.com. "Ég vill ekki að þetta verði persónulegt. Við höfum átt í vandræðum áður og það henti í Ungverjlandi. Ég er jarðbundinn náungi, sem þýðir að ég ber virðingu fyrir hægum og hröðum bílum. Við getum allir gert mistök og afsökunar", sagði Barrichello í samtali við BBC sem autosport.com vitnar í. "Hann kom bara og afsakaði þetta með því að liðið hefði ekki látið hann vita. En ég var í hröðum hring og menn vita að þeir eru með baksýnisspegla og það er ekki alltaf hægt að treysta á upplýsingar frá liðinu. Ég er leiður yfir þessu, því það var bara heppni að ég komst áfram í þriðju umferð. Hann hægði verulega á mér", sagði Barrichello um Schumacher. Barrichello var þó ánægður að ná tíunda sæti á ráslínu, en hann segir að allt geti gerst í kappakstrinum þar sem bílarnir skrika mikið til á nýrri brautinni, en hún eigi eftir að verða gripmeiri. Hann stefnir á stigasæti. Schumacher varð í níunda sæti í tímatökunni og þeir ræsa því nánast af stað hlið við í kappakstrinum sem verður í beinni útsendingu á Stöð Sport í nótt. Útsending hefst kl. 05.30.
Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira