Brawn sá á eftir Button, en trúir á Schumacher 27. apríl 2010 10:14 Jenson Button og Michael Schumacher brosmildir á blaðamannfundi á mótsstað. Mynd: Getty Images Ross Brawn hjá Mercedes segir Michael Schumacher staðaráðinn í að sigra í móti á þessu ári, en segist jafnframt sjá á eftir Jenson Button, sem leiðir nú meistaramótið í Formúlu 1. Button varð meistari með Brawn liðinu sem nú heitir Mercedes. "Ég var vonsvikinn að Button yfirgaf liðið. Hann taldi að fólk héldi að henni hefði orðið meistari af því hann var á besta bílnum. Hann vildi því fara og gera það sama hjá öðru liði. Hann vildi líka fá samanburð við Lewis Hamilton sem er trúlega einn sá hæfileikaríkasti frá náttúrunnar hendi", sagði Brawn í samtali við dagblaðið Sun í Bretlandi. Button ekur með Hamilton hjá McLaren. "Við erum enn vinir og ræddum saman í flugvélinni á leið heim frá Malasíu. En við erum ekki vinir á kappakstursbrautinni, frekar en aðrir keppinautar. Button var frábær liðsfélagi í fyrra, en hann er úr sögunni og við verðum að vinna hann." Nico Rosberg hjá Mercedes liðinu sem Brawn stýrir, er í öðru sæti í stigamótinu, 10 stigum á eftir Button sem er með 60 stig á móti 50 Rosbergs. Michael Schumacher er hinsvegar aðeins með 10 stig, en Brawn segir hann staðráðinn í að sigra engu að síður. "Schumacher er staðráðinn í að ná árangri. Hann hefur alltaf verið sinn mesti gagnrýnandi og er mjög áræðinn og vell inréttaður. Hann gefst ekkert upp þótt á móti blási og vissulega gekk ekki vel í Kína. Við verðum að standa okkur betur í Barcelona í næsta móti og reynsla Schumachers kemur að góðum notum. Það var hugsunin á bakvið ráðningu hans til liðsins. Það er eiginlega erfiðast hvað hann er stórt númer, þannig að menn umgangist hann á eðlilegan hátt", sagði Brawn. Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Ross Brawn hjá Mercedes segir Michael Schumacher staðaráðinn í að sigra í móti á þessu ári, en segist jafnframt sjá á eftir Jenson Button, sem leiðir nú meistaramótið í Formúlu 1. Button varð meistari með Brawn liðinu sem nú heitir Mercedes. "Ég var vonsvikinn að Button yfirgaf liðið. Hann taldi að fólk héldi að henni hefði orðið meistari af því hann var á besta bílnum. Hann vildi því fara og gera það sama hjá öðru liði. Hann vildi líka fá samanburð við Lewis Hamilton sem er trúlega einn sá hæfileikaríkasti frá náttúrunnar hendi", sagði Brawn í samtali við dagblaðið Sun í Bretlandi. Button ekur með Hamilton hjá McLaren. "Við erum enn vinir og ræddum saman í flugvélinni á leið heim frá Malasíu. En við erum ekki vinir á kappakstursbrautinni, frekar en aðrir keppinautar. Button var frábær liðsfélagi í fyrra, en hann er úr sögunni og við verðum að vinna hann." Nico Rosberg hjá Mercedes liðinu sem Brawn stýrir, er í öðru sæti í stigamótinu, 10 stigum á eftir Button sem er með 60 stig á móti 50 Rosbergs. Michael Schumacher er hinsvegar aðeins með 10 stig, en Brawn segir hann staðráðinn í að sigra engu að síður. "Schumacher er staðráðinn í að ná árangri. Hann hefur alltaf verið sinn mesti gagnrýnandi og er mjög áræðinn og vell inréttaður. Hann gefst ekkert upp þótt á móti blási og vissulega gekk ekki vel í Kína. Við verðum að standa okkur betur í Barcelona í næsta móti og reynsla Schumachers kemur að góðum notum. Það var hugsunin á bakvið ráðningu hans til liðsins. Það er eiginlega erfiðast hvað hann er stórt númer, þannig að menn umgangist hann á eðlilegan hátt", sagði Brawn.
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira