Lífið

Faðir Sveppa handtekinn fyrir að loka ekki pulsuvagni

Sjónvarpsmennirnir Sveppi og Auddi fóru með áhorfendur Stöðvar 2 um æskuslóðir Sveppa í Breiðholti og víðar í síðasta sjónvarpsþætti þeirra, sem fór í loftið á föstudaginn.

Þarna sagði Sveppi margar stórskemmtilegar sögur, eins og þegar hann kveikti óvart í fimm þúsund vegastikum í vinnunni og fékk bágt fyrir.

Önnur saga sem Sveppi rifjaði upp var þegar faðir hans rak pulsuvagn í Austurstræti í kringum árið 1990. Þá var Sveppi aðeins 12 ára gamall og sat við hlið föður síns öll kvöld og nætur. Hann ýmist afgreiddi partýljón næturinnar eða hljóp um miðbæinn að safna dósum í svartan plastpoka. Þá var Sveppa einnig minnisstætt þegar faðir hans var handtekinn fyrir að vilja ekki loka pulsuvagninum á tilsettum tíma. Sveppi var skilinn eftir í vagninum með lögreglumanni sem hjálpaði honum að loka áður en hann fylgdi drengnum á lögreglustöðina til föður hans.

Þátt Sveppa og Audda má sjá hér að ofan. Pulsusagan byrjar þegar um þriðjungur er eftir af honum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×