Formúla 1

Rússinn Petrov líklega áfram hjá Renault

Vitaly Petrov og Robert Kubica voru ökumenn Renault og öruggt að Kubica verður áfram, en mál Petrovs er í skoðun.
Vitaly Petrov og Robert Kubica voru ökumenn Renault og öruggt að Kubica verður áfram, en mál Petrovs er í skoðun. Mynd: Getty Images/Paul Gilham

Eric Boullier, framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðs Renault telur líklegt að Vitaly Petrov frá Rússlandi verði áfram hjá liðinu á næsta ári, en hann stóð sig vel í lokamótinu í mikilli báráttu við Fernando Alonso hjá Ferrari.

Alonso komst aldrei framúr Petrov og þannig dvínuðu smám saman möguleikar Alonso að landa meistaratitli ökumanna. Hann varð sjöundi, en þurfti fjórða sæti vegna sigurs Sebastian Vettel.

Úrslitin voru honum mikil vonbrigði, en frammistaða Petrovs gætu hafað bjargað möguleikum hans á að vera áfram hjá Renault.

"Frammistaða hans í Abu Dhabi er jákvætt innlegg, en við þurfum að setjast niður og ég vil vera úthvíldur þegar ég skoða stöðuna. Það hafa verið vonbrigði og við verðum að skoða heildarmyndina", sagði Boullier í frétt á autosport.com

Hann hafði tjáð sig opinberlega um það að Petrov yrði að standa sig vel á lokasprettinum á keppnistímaibilinu ef hann ætlaði að halda sæti sínu.

Renault liðið mun skoða málið næstu vikurnar, en  hefur rætt við Nick Heidfeld, Adrian Sutil og Nico Hulkenberg, sem er laus frá Williams.

Boullier segist hafa verið mjög opinn við þessa aðila og gefið í skyn að meiri líkur séu á því að Petrov verði áfram en minni. Um tíma var umræða um að Kimi Raikkönen væri í viðræðum við liðið, en þær runnu út í sandinn.

Robert Kubica verður áfram hjá Renault á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×