Viðbragðsáætlun 30. janúar 2010 00:01 Nú er orðið ljóst að ef ísbjörn gengur á land á Íslandi þá er hann skotinn. Viðbragðsáætlunin er ekki flóknari en það og við getum hætt að tala um sérhönnuð búr og deyfilyf. Þetta er hugsanlega skýrasta viðbragðsáætlun sem til er á landinu. Ef þú sérð ísbjörn, þá skaltu skjóta hann í hausinn. Flott. Þetta er þá komið á hreint. Nú þurfum við að snúa okkur að smíði viðbragðsáætlunar ef annarri skepnu í útrýmingarhættu skolar á land; útrásarvíkingnum. Útrásarvíkingar voru alengastir hér á landi í kringum aldamót og allt til ársins 2008. Þá snarminnkaði stofninn í kjölfar þess að beitilandið nánast hvarf. Þeir sem lifðu af héldu flestir til annarra landa þar enn má finna fóður, en útrásarvíkingar nærast á peningum, skuldabréfum, verðbréfum og öðrum verðmætum pappír. Útrásarvíkinga má þekkja á klæðaburði þeirra. Þeir eru yfirleitt klæddir í falleg jakkaföt, í sléttum skyrtum og með stórglæsileg bindi. Ég vil benda fólki á að mikilvægt er að halda ró sinni þegar útrásarvíkingur verður á vegi manns. Mikilvægt er að styggja hann ekki með tali um liðna tíð og í engum tilvikum ætti fólk að biðja hann um peninga. Útrásarvíkingurinn er fljótur upp á afturlappirnar ef á honum er brotið og er hann oft með her svokallaðra „lögfræðinga“ með í för. Þeir eru sérstaklega hættulegir - séu þeir hungraðir. Geð útrásarvíkingsins ræðst mikið til af ástandi á fjármálamörkuðum. Ekki nálgast hann ef Úrvalsvísitalan er veik. Þá bítur hann. Ef grænar tölur einkenna fjármálamarkaði ætti útrásarvíkingurinn hins vegar að vera mjög gæfur. Í einhverjum tilvikum ætti að vera í lagi að nálgast hann, klóra honum bakvið eyrun og leyfa honum að éta klink úr lófa. Ef útrásarvíkingurinn byrjar að sleikja lófann er mikilvægt að slíta sig frá honum - hann er þekktur fyrir að grípa allann lófann, sé honum réttur fingur. Ekki er mælt með því að halda útrásavíkingum sem gæludýr og þeir henta einnig illa við búskap. Þeim lyndir illa við önnur dýr og þeir sem hafa geymt þá í hesthúsum segja að það endi yfirleitt með því að þeir reyni að kaupa hrossin. Vel hefur hins vegar reynst að geyma þá með svínunum, en líffæri og atferli útrásarvíkingsins er afar svipað svínunum. Ég vona að þið getið notað þessar upplýsingar, ef útrásarvíkingi skolar á land í ykkar sveit. Ef allt bregst er gott að vita af búrinu sem átti að geyma ísbirni, en ætti að rúma 10 til 12 útrásarvíkinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Nú er orðið ljóst að ef ísbjörn gengur á land á Íslandi þá er hann skotinn. Viðbragðsáætlunin er ekki flóknari en það og við getum hætt að tala um sérhönnuð búr og deyfilyf. Þetta er hugsanlega skýrasta viðbragðsáætlun sem til er á landinu. Ef þú sérð ísbjörn, þá skaltu skjóta hann í hausinn. Flott. Þetta er þá komið á hreint. Nú þurfum við að snúa okkur að smíði viðbragðsáætlunar ef annarri skepnu í útrýmingarhættu skolar á land; útrásarvíkingnum. Útrásarvíkingar voru alengastir hér á landi í kringum aldamót og allt til ársins 2008. Þá snarminnkaði stofninn í kjölfar þess að beitilandið nánast hvarf. Þeir sem lifðu af héldu flestir til annarra landa þar enn má finna fóður, en útrásarvíkingar nærast á peningum, skuldabréfum, verðbréfum og öðrum verðmætum pappír. Útrásarvíkinga má þekkja á klæðaburði þeirra. Þeir eru yfirleitt klæddir í falleg jakkaföt, í sléttum skyrtum og með stórglæsileg bindi. Ég vil benda fólki á að mikilvægt er að halda ró sinni þegar útrásarvíkingur verður á vegi manns. Mikilvægt er að styggja hann ekki með tali um liðna tíð og í engum tilvikum ætti fólk að biðja hann um peninga. Útrásarvíkingurinn er fljótur upp á afturlappirnar ef á honum er brotið og er hann oft með her svokallaðra „lögfræðinga“ með í för. Þeir eru sérstaklega hættulegir - séu þeir hungraðir. Geð útrásarvíkingsins ræðst mikið til af ástandi á fjármálamörkuðum. Ekki nálgast hann ef Úrvalsvísitalan er veik. Þá bítur hann. Ef grænar tölur einkenna fjármálamarkaði ætti útrásarvíkingurinn hins vegar að vera mjög gæfur. Í einhverjum tilvikum ætti að vera í lagi að nálgast hann, klóra honum bakvið eyrun og leyfa honum að éta klink úr lófa. Ef útrásarvíkingurinn byrjar að sleikja lófann er mikilvægt að slíta sig frá honum - hann er þekktur fyrir að grípa allann lófann, sé honum réttur fingur. Ekki er mælt með því að halda útrásavíkingum sem gæludýr og þeir henta einnig illa við búskap. Þeim lyndir illa við önnur dýr og þeir sem hafa geymt þá í hesthúsum segja að það endi yfirleitt með því að þeir reyni að kaupa hrossin. Vel hefur hins vegar reynst að geyma þá með svínunum, en líffæri og atferli útrásarvíkingsins er afar svipað svínunum. Ég vona að þið getið notað þessar upplýsingar, ef útrásarvíkingi skolar á land í ykkar sveit. Ef allt bregst er gott að vita af búrinu sem átti að geyma ísbirni, en ætti að rúma 10 til 12 útrásarvíkinga.